Fara í efni

5. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

15.05.2019 17:00

5. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 15. maí 2019. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þórarinn J. Þórisson, Almar Marinósson, Elías Pétursson og Jónas Egilsson sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og innti þá eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð.

 

Fundargerð

1.         Húsnæðisáætlun Langanesbyggðar

Nefndin leggur til að haldinn verði fundur með öllum nefndum Langanesbyggðar um húsnæðisáætlunina.

Samþykkt samhljóða.

2.         SVÓT greiningar, fyrstu niðurstöður

Lagðar fram frumniðurstöður fjögurra funda um SVÓT greiningu í atvinnumálum Langanesbyggðar frá því mars sl. Málinu frestað þar til frekari úrvinnsla Atvinnuþróunarfélagsins liggur fyrir.

3.         Fuglaskoðunarhús

Lagðar fram upplýsingar um skoðunarhús sem hægt væri að koma fyrir í sveitarfélaginu þar sem hægt er að skoða lífríki fugla.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að afla frekari upplýsinga um kostnað og annað sem tilheyrir uppsetningu svona húsa.

Samþykkt samhljóða.

4.         Önnur mál

i.          Opnun Artic-Coast Route 8. júní nk. á vegum Markaðsstofu Norðurlands.

ii.         Koma skemmtiferðarskips 8. ágúst nk.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?