Fara í efni

4. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

10.04.2019 17:00

4. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 10. apríl 2019. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þórarinn J. Þórisson, Reynir Atli Jónsson, Guðmundur Björnsson, Almar Marinósson. Einnig sat Jónas Egilsson fundinn og ritaði fundargerð.

Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og innti þá eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð.

 

Fundargerð

1.         Skipulag upplýsinga- og kynningarmála hjá Langanesbyggð

Formaður fór yfir málið og stöðu þess.

2.         Norðurhjari, samstarfsmöguleikar

Lögð fram drög að þjónustusamningi til eflingar ferðaþjónustu í Langanesbyggð við Norðurhjari, ásamt tveimur fylgigögnum, frá Norðurhjara.

Reynir Atli vék af fundi kl. 17:25.

Framlögðum gögnum vísað til skoðunar hjá sveitarstjóra í samræmi við afgreiðslu síðasta fundar.

3.         Lokun svæða fyrir handfæraveiðum

Bókun um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Langanesbyggðar hefur miklar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun veiðisvæðis við Langanes eins og fram kemur í reglugerð um lokanir á  grunnslóð við Ísland. Lagt er til við sveitastjórn að skoða málið og veita umsögn á samráðsgátt stjórnvalda.

Samþykkt samhljóða.

4.         Önnur mál

4a) Fuglastígar á Norðausturlandi

Formaður gerði grein fyrir starfsemi félagsins Fuglastígar á Norðausturlandi, tækifærum til fuglaskoðunar o.fl.

4b) Styrktarsjóður EBÍ, erindi dags. 25. mars 2019

Erindið lagt fram og vísað til formanns nefndarinnar til skoðunar.

4c) Atvinnuástand í Langanesbyggð

Samkvæmt febrúartölum um atvinnuleysi er 9,18% atvinnuleysi í Langanesbyggð en 3,1% á landsvísu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin lýsir áhyggjum sínum yfir háu atvinnuleysi og atvinnuástandinu í sveitarfélaginu. Nefndin samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir nánari greiningu og gögnum um atvinnuástandið og þróun þess.

Samþykkt samhljóða.

4d) Finnafjarðarverkefnið.

Formaður upplýsti um ákvörðun sveitarstjórnar frá því fyrr í dag.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:16.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?