Fara í efni

4. fundur atinnu- og nýsköpunarnefndar

07.02.2023 17:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

4. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 10. janúar 2022. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Daníel Hansen formaður, Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir, Hjörtur Harðarson, Sigríður Jóhannesdóttir og Björn S. Lárusson sem ritaði fundargerð.

Mirjam Blekkenhorst mætti á fundinn til að greina frá störfum nefndarinnar á síðasta kjörtímabili.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Mirjam Blekkenhorst gerði grein fyrir störfum nefndarinnar
Mirjam gerði grein fyrir málum sem voru á dagskrá fyrri nefndar:

a) Standa vörð um störf í samfélaginu, m.a. leigja út húsnæði fyrir starfsfólk sem missti sitt húsnæði hjá Ísfélaginu.
b) Gerð SVÓT greining á atvinnumálum
c) Byrjað á gerð atvinnustefnu sem drög liggja fyrir.
d) Könnun á almenningssamgöngum
e) Samanburður á raforkukostnaði sem hefur hækkað í takt við niðurgreiðslur.
f) Tillögur um borð og bekki í þéttbýlinu úr rekavið
g) Nýsköpun í ferðaþjónustu. Skýrsla Grétu Bergrúnar um ferðamál. Aðili að „Norðurstrandaleið“.
h) Fuglaskoðunarhús við Skoruvíkurbjarg í samvinnu við „Fuglastíg“.
i) Forgangsröðun á uppbyggingu ferðamannastaða í samvinnu við framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Göngustígar og hjólastígar.
j) Ljósmyndasamkeppni, kort af göngustígar.

2. Úthlutun byggðakvóta fyrir árið 2022-2023
Matvælaráðuneytið hefur sent bréf varðandi úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2022-2023. Kvóti Bakkafjarðar er aukinn um 31 tonn.

     02.01 Sérreglur Langanesbyggðar um byggðakvóta fyrir árið 2022-2023

Langanesbyggð lagði fram tillögu sveitarstjórnar að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023

Lagt fram til kynningar

 Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn hefur samþykkt meðfylgjandi tillögu og skilyrði fyrir úthlutun til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023. Nefndin lýsir sig sammála tillögum sveitarstjórnar.

 Samþykkt samhljóða.

3. Stutt greinargerð um Beituskúra frá Röstinni
Greinargerð frá Auði Lóu, Starkaði og Hildi Ásu um starfsemi og framtíðarsýn Rastarinnar um Beitarskúranna.

    03.01) Beituskúrar, tillögur og teikningar

Tillögur og teikningar frá Röstinni um Beitarskúranna.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir greinargerðina og óskar eftir famtíðarsýn og frekari upplýsingum sveitarfélagins um þá starfsemi ætluð er að verði í húsinu.

Samþykkt samhljóða.

4. Lög fram drög að þjónustusamningi við Norðurhjara
Norðurhjari hefur sinnt ákveðnum verkþáttum til eflingar ferðaþjónustu í Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með því við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur. Óskað er eftir að Halldóra komi á fund nefndarinnar við tækifæri.

Samþykkt samhljóða.

5. Önnur mál

     a) Bryggjudagar
Arnar gerði grein fyrir bryggjudögum á síðasta ári og skipulagi næstu bryggjudaga í sumar. Skipulagi og uppbyggingu og ráðstöfun hagnarðar.
     b) Skapandi sumarstörf
Kynnt var minnisblaða varðandi skapandi sumarstörf. Ákveðið að taka málið fyrir undir sérstökum lið á næsta fundi.
     c) Aukafundur
Ákveðið að halda aukafund þriðjudaginn 21. febrúar kl. 17:00 þar sem janúarfundur féll niður.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?