Fara í efni

36. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

24.08.2021 16:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

36. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn þriðjudaginn 24. ágúst 2021. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Kristján Úlfarsson, Hallsteinn Stefánsson, Karl Ásberg Steinsson, Aðalbjörn Arnarsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð. Þá sat Sigurbjörn Veigar Sigurbjörnsson verkefnastjóri fundinn undir liðum 1, 2 og 6.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

 

1. Staðsetning „aparólu“ gjöf frá Anetu og Dawid Potrykus

Sigurbjörn Veigar lagði fram hugmyndir að mögulegri staðsetningu „aparólu“ á Þórshöfn. Haft hefur verið samráð við skólastjóra, skv. samþykkt 43. fundar byggðaráðs.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og byggingarnefnd mælir með staðsetningu við skólann og íþróttahúsið. Samþykkt að kynna fyrirhugaða staðsetningu fyrir íbúum í næsta nágrenni við Pálmholt.

Samþykkt samhljóða

2. Staðsetning á frísbígolfvelli á Þórshöfn og Bakkafirði

Lögð fram tillaga frá verkefnisstjóra um staðsetningu 8. og 9. brauta frisbígolfvallar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagða tillögu að brautum 6-9 að því gefnu að forsvarsaðilar Heilsugæslunnar samþykkja staðsetningu á þeirra lóð við Miðholtið.

Samþykkt samhljóða.

3. Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 5. ágúst 2021

Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 5. ágúst sl. vegna framkvæmd kynningar á deiliskipulagi íbúðabyggðar og miðsvæðis vestan Langanesvegar og deiliskipulag miðsvæðis lagt fram.

4. Umsókn um lóð að „Lónabakka 5“ Þórshöfn – lagt fram að nýju

Umsækjandi hefur tilkynnt að hann vilji draga umsóknina til baka.

5. Hlið við göngustíga á Þórshöfn

Lagður fram uppdráttur með tillögum að lokunum fyrir bifreiðar á göngustíga á Þórshöfn.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að sett verði upp skilti sem sýna að umferð vélknúinna ökutækja sé bönnuð á göngustígum í Þórshöfn. Vísað til forstöðumanns þjónustumiðstöðvar til nánari úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða.

6. Hreinsunarátak í Langanesbyggð, erindi frá Bláa hernum, dags. 16. ágúst 2021

Bréf frá Bláa hernum dags. 16. ágúst sl., lagt fram. Í bréfinu er greint frá hugmyndum Bláa hersins um hreinsun strandlengju Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar framtaki Bláa hersins, Ocean Missions og World Wide Friends við að hreinsa strandlengjuna í Langanesbyggð í sumar. Sveitarstjóra er falið að skoða möguleika á framhaldi verkefnisins í samráði við Bláa herinn og önnur áhugasamtök og leita leiða til styrkjaöflunar við átakið.

Samþykkt samhljóða.

7. Skógræktartillaga – frá sveitarstjórn

Tillaga um skógrækt frá ráðgjöfum sveitarfélagsins lögð fram. Einnig var kynnt bókun sveitarstjórnar frá 129. fundi hennar 19. ágúst sl.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar framtaki um skógrækt í sveitarfélaginu og tekur undir bókun sveitarstjórnar. Sveitarstjóra er falið að kynna framkomnar hugmyndir fyrir starfandi skógræktarfélögum í sveitarfélaginu og koma með tillögur um næstu skref á næsta fundi nefndarinnar í samvinnu við ráðgjafa sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

8. Önnur mál

Rætt um sorp- og urðunarmál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?