3. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar
3. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 20. mars 2019. Fundur var settur kl. 17:10.
Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Reynir Atli Jónsson, Almar Marinósson, Heiðrún Óladóttir og Björn Guðmundur Björnsson í síma. Einnig sat Elías Pétursson sveitarstjóri fundinn og ritaði fundargerð.
Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og innti þá eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð.
Fundargerð
1. Samstarf/sameining atvinnuþróunarfélaganna og Eyþings
Sveitastjóri fór yfir málið og stöðu þess.
2. Norðurhjari, framhald umræðu
Ársreikningar og árskýrsla Norðurhjara fyrir 2017 - 2018 lögð fram.
Bókun: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til að sveitastjórn feli sveitarstjóra að eiga viðræður við forsvarsmenn Norðurhjara um mögulegt samstarf byggt á ákveðnum verkefnum. Að auki minnir nefndin á að áður hefur verið samþykkt að vinna ferðamálastefnu fyrir sveitarfélagið og hvetur sveitarstjórn til dáða í þeirri vinnu.
3. Fjallskil
a) Uppgjör fjallskila 2017 og 2018
Yfirlit frá fjallskilastjóra um árin 2017 og 2018 lagt fram. Ákveðið að skrifstofa ljúki uppgjöri með því að senda út reikninga og greiða þeim sem þarf.
b) Nýtt fyrirkomulag á fjallskilasjóði
Farið yfir þær hugmyndir sem uppi hafa verið um framtíðarfyrirkomulag fjallskila og tengdra mála. Ákveðið að sveitarstjóri og fyrrverandi formaður landbúnaðarnefndar formi tillögu að framtíðarfyrirkomulagi byggt á þeim hugmyndum sem ræddar hafa verið.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:17