Fara í efni

28. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

17.05.2022 16:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

 

28. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 17. maí 2022. Fundur var settur kl. 16:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Heiðrún Óladóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Guðmundur Björnsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands dags. 4. apríl 2022
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð stjórnar markaðsstofu Norðurlands dags. 5. maí 2022
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundarboð á aðalfund Markaðsstofu Norðurlands 19. maí
Boð á aðalfund MN sem haldinn verður á Hótel KEA á Akureyri 19. maí nk. Erindið lagt fram.

4. Umsókn um framlag úr Jöfnunarsjóði til uppbyggingar atvinnu- og nýsköpunarseturs
Lagt fram bréf sveitarstjóra til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna styrks sem farið er fram á til uppbyggingar atvinnu- og nýsköpunarseturs. Svar Jöfnunarsjóðs við erindinu. Auglýst hefur verið eftir verkefnisstjóra.

Bókun um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar framlagi Jöfnunarsjóðs til stefnumótunar í atvinnu- og nýsköpunarmálum í byggðarlaginu.

Samþykkt samhljóða.

5. Erindi frá Elísasi Péturssyni varðandi Skála á Langanesi dags. 9. apríl 2022
Tölvupóstur frá Elíasi Péturssyni, dagsett 9. apríl 2022 vegna jarðarinnar Skála á Langanesi um drög að samningi um nýtingu hennar sem ferðamannastaðar.

Bókun um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við sveitarstjórn að salernisaðstöðu sem nú er við Skála verði fundinn annar hentugri staður sem nýtist ferðamönnum og þar sem nægjanlegt vatn er til staðar. Rekstur gistiaðstöðu á svæðinu að öðru leyti er í höndum landeigenda. Sveitarfélagið hefur ekki áætlanir um rekstur aðstöðu fyrir ferðamenn á svæðinu. Að sjálfsögðu er það eðlilegt að fullt samráð og samþykki landeigenda sé fyrir hendi um öll þau mál ef til þess kemur í framtíðinni.

Óskum um viðræðum um efnistöku úr námum á svæðinu ef til framkvæmda kemur, eða vegna viðhalds á veginum út í Skála, er vísað til veghaldara, þ.e. Vegagerðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?