Fara í efni

26. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

16.02.2022 17:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

26. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn miðvikudaginn 16. febrúar 2022. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir (í fjarfundarsambandi), Tryggvi Steinn Sigfússon, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Reglur um aflamarksúthlutun í Langanesbyggð og erindi frá útgerðarfélaginu Atlas
Lagt fram eyðublað með tillögu, ásamt rökstuðningi, til afgreiðslu á sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021 / 2022. Einnig bréf frá útgerðarfélaginu Atlas þar sem óskað er eftir breytingu frá reglugerð á viðmiðunardagsetningu vegna byggðakvóta fiskveiðiárið 2021 / 2022

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur.

Samþykkt samhljóða.

2. Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
Lögð voru fram eftirtalin skjöl: Viljayfirlýsing félagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. janúar 2020, bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. september 2021, minnisblað lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. september 2021, minnisblað Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 17. september 2021 og skýrsla HMS um þróun húsnæðismarkaðar á landsbyggðinni, útg. 23. mars 2021.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar hugmyndum sem lagðar eru fram um Húsnæðissjálfseignastofnun á landsbyggðinni og leggur til við sveitartstjórn að Langanesbyggð taki þátt í verkefninu.

Samþykkt samhljóða.

3. Kynning á Bjargi íbúðarfélag 2022 – og óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum
Lögð fram kynning frá Birni Traustasyni framkvæmdastjóra Bjargs um félagið ásamt samantekt skrifstofu á óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum með tilvitnunum í lög og reglugerðir.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þekkar fyrir erindið og samþykkir að bjóða Birni Traustasyni framkvæmdastjóra Bjargs á næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

4. Aðalfundur Norðurhjara á Öxi á Kópaskeri
Fundarboð Norðurhjara á aðalfund sem haldinn verður laugardaginn 5. mars í Öxi á Kópaskeri kl. 13:30.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að fela skrifstofustjóra að sækja fundinn fyrir hönd Langanesbyggðar.

Samþykkt samhljóða.

5. Rafmagnskostnaður í dreifbýli
Kynntir voru útreikningar verkfræðistofunnar Lotu á þróun rafmagnsverðs í dreifbýli og þéttbýli tímabilið 2005-2020.

Bókun um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Langanesbyggðar vekur athygli á um 60% hækkun verðlags á raforku til dreifbýlis umfram hækkanir til þéttbýlis á tímabilinu 2005 til 2020. Til viðbótar þessu hefur kostnaður við dreifingu rafmagns til dreifbýlis hækkað meira en dreifing í þéttbýli. Þetta grafalvarleg þróun og grefur undan samkeppnishæfni atvinnulífs og búsetu í dreifbýli í landinu.

Því er beint til Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum til að gera úttekt á þróun raforku og dreifingu hennar til dreifbýlis og kostnaðaráhrif fyrir atvinnulíf og búsetu á köldum svæðum. Því er beint til Samtakanna að skoða einnig nánar mun á orkuverði almennt á heitum og köldum svæðum. Enn fremur er samþykkt að beina því til ráðherra og þingmanna að beita sér fyrir jöfnun raforkuverðs og dreifikostnaðar milli þéttbýlis og dreifbýlis í landinu og þannig jafna lífskjör íbúa.

Samþykkt samhljóða.

6. Hlutverk nefndarinnar í atvinnu- og nýsköpunarmálum í sameinuðu sveitarfélagi – umræður
Kynntir voru umræðupunktar frá samráðsnefnd Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps um verkefni vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur áherslu á að við hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna verði höfuðáhersla lögð á fjölbreytni atvinnulífs auk þeirra öflugu starfsemi sem fyrir er og lítur svo á að með stofnun „klasa“ að Fjarðarvegi 5 sé stigið skref í þá átt. Nefndin bendir á þann möguleika að Rekstrarfélagið Fjarðarvegur 5 ehf. getur beitt sér í atvinnumálum m.a. með stofnun atvinnuþróunarfélags í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.

Samþykkt samhljóða.

7. Önnur mál

           a) Hvernig er með hreinsun gamalla girðinga og annara rústa á jörðum í Langanesbyggð. Hætta sem stafar af þeim fyrir fé og ferðalanga um                        svæðið í sumar.
            b) Tímasetning uppsetning á bæjargirðingum um Bakkafjörð. Ef ekki hefur tekist að semja enn þá verður það að fara í útboð aftur. Tryggja að                     þetta verði gert í vor/sumar.
             c) Umfjöllun um með hvaða hætti Langanesbyggð getur nýtt rekavið unnin af rekaviðabændur meira; borð, bekki og skilti er hægt að framleiða,              og þeir tilbúnir að smíða fleira úr rekavið fyrir sveitarfélagið.
            d) Hvar erum við stödd í göngustígagerð?

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?