25. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar
Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd
25. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn miðvikudaginn 19. janúar 2021. Fundur var settur kl. 17:00.
Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Tryggvi Steinn Sigfússon, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.
Fundargerð
1. Svör SSNE vegna fyrirspurnar til samtakanna frá síðasta fundi
Lögð fram svör við fyrirspurn til SSNE vegna bókunar á síðasta fundin nefndarinnar þar sem óskað var eftir skýringum á ávinningi vegna samstarfs sem kemur fram í samningi SSNE við Áfangastofu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar svörin og mælir með samþykkt samnings við SSNE vegna Áfangastofu.
Samþykkt samhljóða.
2. Skýrsla frá aðalfundi Markaðsstofu Norðurlands um starfsemi og skipulag
Lögð fram skýrsla Markaðsstofu Norðurlands frá aðalfundi 2021 þar sem kemur fram hlutverk og skipulag ásamt framtíðarsýn MN.
Lagt fram til upplýsinga.
3. Norðurhjari, vinnuskýrsla og sundurliðun verkefna.
Lögð fram vinnuskýrsla og sundurliðun verkefna Norðurhjara vegna október 2021.
Langt fram til upplýsinga.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir greinargóðar og ítarlegar upplýsingar.
Samþykkt samhljóða.
4. Lykiltölur Þjóðskrár um Langanesbyggð jan 2022
Þjóðskrá birtir árlega skýrslu um lykiltölur fyrir sveitarfélög um mannfjölda, fjölda fasteigna og fleira tengt þeim.
Lagt fram til kynningar.
5. Almenningssamgöngur austan Tjörness. Skýrsla um samnýtingu póst- og farþegaflutninga
Skýrsla Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur, Nönnu Steinu Höskuldsdóttur og Silju Jóhannesdóttur sem gerð var á vegum SSNE um málefnið.
Bókum um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar framlagðri skýrslu um hugmyndir um bættar almenningssamgöngur á svæðinu austan Tjörness. Nefndin fagnar niðurstöðum í útboði á flugi til og frá Þórshöfn og Vopnafirði og telur góðar flugsamgöngur vera svæðinu nauðsynlegar vegna fjarlægðar frá helstu þjónustukjörnum. Nefndin telur að minnsta kosti eigi að gera tilraun með að tengja saman póstflutninga og farþegaflutninga, en tryggja þurfi góða ferðatíðni og sem stystan ferðatíma til að notagildi þjónustunnar verði sem best. Tekið er undir lokaorð skýrslunnar um að á svona stöðum þurfi almenningssamgöngur að vera aðlögunarhæfar, flæðandi og sinnt með útsjónarsemi þannig að hún nýtist íbúum sem best.
Samþykkt samhljóða.
6. Erindi frá N4
Í erindi N4 er farið fram á fund með fyrirtækjum og sveitarstjórnum til að auka sýnileika með umfjöllum um Norðurland eystra.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin er sammála því að mikilvægt er að góð og gagnleg umræða sé um menn og málefni á svæðinu og fagnar því framkominni hugmynd. Hins vegar er gerð sjónvarpsefnis ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga. Nefndin felur sveitarstjóra að koma málinu á framfæri við stjórn SSNE til frekari meðferðar. Niðurstöður verði kynntar sveitarstjórn/byggðaráði.
Samþykkt samhljóða.
7. Fjarðarvegur 5 – staða mála
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Fjarðarveg 5 og hugsanlegri starfsemi þar, en þróun hugmynda er komin í vinnslu í samvinnu við SSNE og Þekkingarsetur Þingeyinga.
8. Húsnæðisáætlun – framhald, lagt fram til kynningar
Húsnæðisáætlun hefur verið samþykkt í sveitarstjórn og af HMS. Endanleg útgáfa lögð fram til kynningar.
9. Önnur mál
Sveitarstjóri gerði grein fyrir hugmynd um ljósmyndasamkeppni á svæðinu.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að fylgja hugmyndinni eftir.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.