Fara í efni

24. fundur atvinnu og nýsköpunarnefndar

08.12.2021 17:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

24. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn miðvikudaginn 8. desember 2021. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Guðmundur Björnsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1. Samningur við SSNE um áfangastofu - drög

Bókun um aflgreiðslu: Nefndin óskar eftir skýringum á ávinningi þessa samstarfs sem kemur fram í samningsdrögum ásamt samskipta- og skipuriti ferðamála á Norðurlandi.

Samþykkt samhljóða.

2. Kynning á starfsemi RORUM um afmarkanir Landeigna, kortagerð og landupplýsingar.
Lagt fram til kynningar.

3. Kynning vegna ársfundar ACW 2021
Lagt fram til kynningar.

4. Kynning á starfi Flugklasans
Lagt fram til kynningar.

5. Kynning á fyrirhugaðri rannsókn á aðlögun innflytjenda
Lagt fram til kynningar.

6. Norðurstrandaleið hlýtur viðurkenningu – kynningar

Bókun um afgreiðslu: Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með árangurinn af því starfi sem hefur verið unnið við kynningu á Norðurstrandaleið og þeim árangri sem náðst hefur.

Samþykkt samhljóða.

7. Norðurhjari – ársskýrsla, ársreikningur, vinnuskýrsla, þjónustusamningur og reikningur
Skýrslur Norðurhjara lagðar fram.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar.

Samþykkt samhljóða.

8. Langanesbyggð – lykiltölur úr þjóðskrá
Upplýsingar úr þjóðskrá um tölfræði í Langanesbyggð. Lagt fram.

9. Húsnæðisáætlun, kynning á stöðu áætlunar og tölfræði tengd áætluninni
Kynnt drög að húsnæðisáætlun í rafrænu formi.

10. Önnur mál:

Sveitarstjóri gerði grein fyrir umræðum við Íslandspóst, Þekkingarnet Þingeyinga o.fl. um aðstöðu að Fjarðarvegi 5.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?