Fara í efni

23. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

04.11.2025 16:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

23. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar, haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 7. október 2025. Fundur var settur kl. 16:00.

Mætt voru: Daníel Hansen formaður, Sigríður Jóhannesdóttir, Ólína Jóhannesdóttir og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Ósk Norðurhjara um endurnýjun samnings sem gilti 2023-2025. Meðfylgjandi er samningur sem er að renna úr gildi.
     03.1 Bókun sveitarstjórnar vegna Norðurhjara.
Sveitarstjórn hefur falið sveitarstjóra í samvinnu við atvinnu- og nýsköpunarnefnd að endurnýja samning við Norðurhjara til 3ja ára og skoða bæði fjárhæð og hugsanlegar breytingar á markmiðum.
Til viðtals vegna þessa liðar mætti Halldóra Gunnarsdóttir til að kynna verkefni Norðurhjara og skoða þau atriði sem sveitarstjórn leggur áherslu á.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að gera samning við Norðurhjara til þriggja ára. Halldóra Gunnarsdóttir hjá Norðurhjara ætlar að setja upp áherslur sem eru í samræmi við þá atvinnustefnu sem nú er til umfjöllunar í öllum nefndum sveitarfélagsins og bæta því við samninginn.

Samþykkt samhljóða.

2. Christina Merkel mætti á Teams og kynnti sig og starfsemina og svararði spurningum.
Christina er nýtekin við sem verkefnastjóri Kistunnar og var fyrir svörum. Christina mun mæta á fund nefndarinnar á nýju ári.

3. Atvinnustefna Langanesbyggðar frá sept. 2025
     03.1 Atvinnustefna Langanesbyggðar, drög að kostnaði.
     03.2 Bókun hafnarnefndar vegna atvinnustefnu
     03.3 Bókun sveitarstjórnar vegna atvinnustefnu
     03.4 Bókun velferðar og fræðslunefndar vegna atvinnustefnu.
     03.5 Bókun skipulags- og umhverfisnefndar
Atvinnustefna hefur verið til meðferðar í nefndum sveitarfélagsins og nú þegar liggja fyrir áðurnefnd álit.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar góðri og vel unninni atvinnustefnu. Nefndin gerir það að tillögu sinni við úrvinnslu stefnunnar að áhersluatriðum verði raðað upp eftir mikilvægi. Nefndin bendir ennfremur á að húsnæði á efri hæð Kistunnar hentar ekki fyrir bókasafn og hvetur sveitarstjórn til að finna aðra lausn á því máli. Nefndin vill einnig koma því á framfæri að lögð verði áhersla á fjölbreytta atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu almennt, sérstaklega í dreifbýli.

Samþykkt samhljóða

4. Önnur mál

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:50

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?