Fara í efni

22. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

01.09.2021 17:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

22. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 1. september 2021. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Guðmundur Björnsson, Almar Marinósson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1. „Fræðslu- og nýsköpunarsetur“ á Þórshöfn - möguleikar og hugmyndir

Sveitarstjóri gerði grein fyrir umræðum og hugmyndum um mögulegt „fræðslu- og nýsköpunarsetur“ í húsnæði Landsbankans að Fjarðarvegi 5 á Þórshöfn.

Bókun um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar þeim skrefum sem tekin hafa verið í að koma á laggirnar e.k. fræðslu- og nýsköpunarsetri í byggðarlaginu. Ný störf og aukin fjölbreytni í atvinnutækifærum er byggðarlaginu nauðsynleg til framtíðar.

Samþykkt samhljóða.

2. Úttekt á friðlýsingarkostum fyrir Langanes

Bókun um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til að hafnar verði viðræður um umhverfis- og auðlindaráðuneytið um framhald skoðunar á möguleikum á friðlýsingarkostum hluta Langaness. Skoðuð verði efnahagsleg- og umhverfisáhrif friðlýsingarkosta fyrir samfélagið s.s. störf og kynningu, nákvæmlega hvaða reglur um umgengni og afnot af landi friðlýsing hefur í för með sér o.fl. sem kemur til álita. Niðurstöður þessarar skoðunar verði kynntar innan sveitarfélagsins þegar þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

3. Útboð á flugi til Þórshafnar [og Vopnafjarðar], ályktun frá fundi sveitarstjórar

Ályktun sveitarstjórnar frá 129. fundi hennar, dags.19. ágúst sl., lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir álit sveitarstjórnar um um mikilvægi þess að flogið sé til Þórshafnar fimm sinnum í viku. Enn fremur bendir nefndin á mikilvægi reglulegs flugs hingað vegna framhalds sjúkraflugs, en reynslan sýnir að þegar almennt farþegaflug leggst af, hverfa möguleikar á sjúkraflugi einnig. Nefndin fagnar því að Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út flug eingöngu til Reykjavíkur og fækkum í þrjár í viku. Nefndin hvetur til að skoðaðir verði möguleikar á bættum tengingum við flug til og frá Reykjavík við flug til og frá Þórshöfn og Vopnafirði. Enn fremur skorar nefndin á Vegagerðina að kynna betur bókunarmöguleika með Loftbrúarafslættinum.

Samþykkt samhljóða.

4. Handbók Norðurstrandarleið, fá fyrra fundi

Handbók um notkun landfræðilegs upplýsingagrunns.

Lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að kynna handbókina fyrir hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu í byggðarlaginu á fyrirhuguðum fundi með framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands (NM).

Samþykkt samhljóða.

5. Áfangastaðir í Langanesbyggð, frá fyrra fundi

Tillaga með mögulegum áfangstöðum í Langanesbyggð til kynningar í áfangastaðaáætlun Norðurlands lögð fram. Óskað er eftir tillögum um fimm staði sem kynntir yrðu sérstaklega og framkvæmdir fjármagnaðar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með eftirtöldum áfangastöðum í næstu áfangastaðáætlun: 1) Upplýsingaskilti við Stóra Karl og bætt aðgengi fyrir fatlaða, 2) Úrbætur á bílastæði við Font, 3) Áfangastaður og upplýsingaskilti á hæðinni við Sauðanes. 4) Þjónustuskilti við Stapa við Bakkaflóa og 5) Bætt aðgengi að útsýnispalli við Gunnólfsvíkurfjall.

Samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð stjórnar MN 6. júlí 2021

Fundargerðin lögð fram.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:40.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?