Fara í efni

21. fundur atvinnu- og nýsköpnarnefndar

12.08.2025 16:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

21. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn 12. ágúst 2025. Fundur var settur kl. 16:00.

Mætt voru: Daníel Hansen, Sigríður Jóhannesdóttir, Aneta Potrykus, Karl Ásberg Steinsson, Ólína Jóhannesdóttir og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Innviðauppbygging. Vöxtur og velsæld á NA horninu.
Tillaga að stofnun hagsmunafélags um innviðauppbyggingu á NA horninu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar þessu framtaki og vill gjarnan fá að fylgjast með þróun mála.

Samþykkt samhljóða.

2. Skapandi sumarstörf – reynsla og hugsanlegar breytingar á störfum.
Komið hefur í ljós að einstaklingar hafa verið bæði í vinnuskólanum og í skapandi sumarstörfum. Búa þarf til betri ramma utan um skapandi sumarstörf þannig að vinnuskóli og skapandi sumarstörf skarist ekki eða að einstaklingar taki þátt í í hvoru tveggja.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að búinn verði til skýrari rammi utan um skapandi sumarstörf og að ramminn liggi fyrir ekki síðar en 1. apríl 2026.

Samþykkt samhljóða.

3. Hugmyndir atvinnumálanefndar varðandi hús Grunnskólans.
Kynntar hugsanlegar hugmyndir um nýtingu skólahúsnæðis.
Miklar umræður í nefndinni og telur hún að frekari umræður um framtíð skólahúsnæðisins sé ótímabær.

4. Önnur mál
     a) Nefndin óskar eftir að fá til fundar við nefndina Christinu Merkel sem nýlega tók við starfi verkefnastjóra Kistunnar.
     b) Spurt um hver staðan er á að koma á fót þjóðgarði á Langanesi. Sveitarstjóri varð fyrir svörum.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?