Fara í efni

20. fundur atvinnu og nýsköpunarnefndar

28.04.2021 17:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

20. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 28 apríl 2021. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Almar Marinósson, Guðmundur Björnsson, Heiðrún Ólafsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1. Skýrsla um mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum 2012 – 2021 frá Þekkingarneti Þingeyinga.

Skýrslan lögð fram.

2. Atvinnuhúsnæði á Þórshöfn – tækifæri og þarfir

Sveitarstjóri gerði grein fyrir umsóknum um skrifstofurými í rými sveitarfélagsins að Langanesvegi 2. Fjórar fyrirspurnir hafa komið, frá starfsmanni RML á Þórshöfn, Kristínu Heimisdóttir sálfræðingi, Verkalýðsfélagi Þórshafnar og Þekkingarneti Þingeyinga. Skv. mati ráðgjafa er ekki rými fyrir alla þá starfsemi í lausu rými í húsnæðinu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að sveitarstjóra verði falið að ræða við umsækjendur um húsnæði í húsnæði sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 um möguleika á að koma starfsemi þeirra fyrir í lausu rými sveitarfélagsins. Þetta er lagt til í ljósi þess að mikilvægt er að starfsemi umsækjenda verði áfram í byggðarlaginu.

Samþykkt samhljóða.

3. Birtingaráætlun Markaðsstofu Norðurlands uppfærð

Upplýsingar lagðar fram um herferðir Markaðsstofu Norðurlands á samfélagsmiðlum og heimasíðu vetur og vor 2021.

4. Flugklasinn N99 – staða í apríl 2021

Skýrsla um starfsemi Flugklasans Air 66N, fyrir tímabilið 16. september 2020 til 8. apríl 2021 lögð fram.

5. Norðurhjari þjónustusamningur

Eftirfarandi gögn voru lögð fram: Vinnuskýrsla fyrsta ársfjórðungs 2021 ásamt sundurliðun og reikningi, ásamt samningi.

6. Stöðuskýrsla uppbyggingateymis Félagsmálaráðuneytis

Stöðuskýrsla nr. 12 til ráðgefandi aðila frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19, lögð fram.

7. Tilkynning um upplifdu.is – gagnvirkt vefsvæði Markaðsstofu Norðurlands og fyrirtækja.

Tilkynningin lögð fram.

8. Önnur mál

Lagður fram bréf um undirritun samnings á milli Markaðsstofu Norðurlands og landshlutasamtakanna SSNV og SSNE um rekstur Áfangastaðastofu.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?