Fara í efni

2. fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

25.10.2022 17:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

2. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 25. október 2022. Fundur var settur kl. 17:00.
Mætt voru: Daníel Hansen formaður, Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir, Hjörtur Harðarson, Sigríður Jóhannesdóttir og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Umsókn um göngustíg á hafnargarði við Þórshöfn.
Gerð grein fyrir verkefninu. Bent á að fjöldi íbúa er ekki réttur í umsókninni auk þess sem búið er að koma upp skiltum á svæðinu sem hefur aðdráttarafl.

2. Flugklasinn – staða í september 2022
Greinargerð frá Flugklasanum um starfsemi undanfarna mánuði

3. Samningur við ÞÞ um atvinnuþróunarsetur undirritaður
Samningurinn lagður fram. Samningurinn var samþykktur í sveitarstjórn og verkefnastjórn hefur tekið til starfa.

4. Gunnar Már Gunnarsson verkefnastjóri á Bakkafirði
Gunnar gerði grein fyrir starfi sínu á Bakkafirði hvað varðar „Betri Bakkafjörð“ og „Brothættar byggðir“ og svaraði spurningum nefndarmanna.

5. Önnur mál   
      a) Rætt um að koma á laggirnar námskeiði í atvinnuþróun og nýsköpun í samvinnu við SSNE og Þekkingarnet Þingeyinga og atvinnuþróunarsetur      sem verið er að koma upp á Þórshöfn.
      b) Jólamarkaður. Spurning hvort áhugi er fyrir eða möguleiki á jólamarkaði fyrir árið 2023 og hafin undirbúningur um mitt næsta ár.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?