2. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar
2. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 20. febrúar 2019. Fundur var settur kl. 17:10.
Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Tryggvi Steinn Sigfússon, Þórarinn J. Þórisson, Almar Marinósson og Björn G. Björnsson í síma. Einnig sat Elías Pétursson sveitarstjóri fundinn og ritaði fundargerð.
Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og innti þá eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð.
Fundargerð
1. Heimsókn frá Norðurhjara
Fram er lagt erindi Norðurhjara, ferðaþjónustusamtaka. Formaður bauð Hildi Stefánsdóttur formann Norðurhjara, ferðaþjónustusamtök og Halldóru Gunnarsdóttur verkefnisstjóra velkomna á fundinn. Hildur og Halldóra þökkuðu boð nefndarinnar og fóru að því loknu yfir starfsemi félagsins og helstu áherslumál. Í félaginu eru u.þ.b. 30 fyrirtæki og einstaklingar á svæðinu frá Kelduhverfi til Bakkafjarðar.
Samþykkt að fresta frekari umræðu til næsta fundar.
2. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Fram er lagt fundarboð frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga ásamt öðrum gögnum sem byggðaráð vísaði til umfjöllunar í nefndinni á 1. fundi sínum þann 31.janúar sl.
Málið lagt fram til kynningar.
3. Önnur mál
a. Stefnt er að fundi með forsvarsfólki Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og aðilum úr atvinnulífinu í mars. Nákvæm dagsetning og dagskrá verður kynnt síðar.
b. Formaður óskaði upplýsinga um uppgjör fjallskila 2017 og 2018. Sveitarstjóri fór yfir uppgjör fjallskila og fjárgirðinga eins og það lítur út í bókhaldi og mun senda ítarlegra uppgjör á nefndarmenn þegar það liggur fyrir.
c. Rædd var hugmynd sem fram hefur komið um nýtt fyrirkomulag á fjallskilasjóði, ákveðið að setja málið á dagskrá næsta fundar.
d. Ákveðið að bjóða fjallskilastjóra á næsta fund nefndarinnar.
e. Möguleg samstarf eða sameining atvinnuþróunarfélaga og Eyþings. Sveitarstjóri fór yfir hugmyndir sem til umræðu eru og varða mögulegt aukið samstarf eða sameiningu Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:04