19. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar
Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd
19. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 29. apríl 2025. Fundur var settur kl. 16:00.
Mætt voru: Daníel Hansen, Sigríður Jóhannesdóttir, Aneta Potrykus, Karl Ásberg Steinsson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Svanhildur Arnmundardóttir mætti undir lið 1.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.
Fundargerð
1. Svanhildur Arnmundardóttir, nýr samfélagsfulltrúi á Bakkafirði kemur og kynnir sig og svarar spurningum.
2. Ársskýrsla og ársreikningur Norðurhjara fyrir árið 2024
Skýrslan og ársreikningurinn lögð fram til kynningar
3. Skilti við eyðibýli. Erindi frá Hilmu Steinarsdóttur.
Hilma Steinarsdóttir hefur lagt fram erindi um skilti við eyðibýli í Langanesbyggð. Hún hefur sent erindið til Vegagerðarinnar við litlar undirtektir. Erindið var tekið fyrir í skipulags- og umhverfisnefnd og undirtektir góðar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur vel í erindið og beinir því til sveitarstjórnar hvort mögulegt sé að hefja verkið sumarið 2026, undirbúa það veturinn 2025/2026 og setja það á fjárhagsáætlun 2026. Fengin verði svör frá Vegagerðinni hvort stofnunin sé tilbúin til að setja skiltin upp ef sveitarfélagið greiði fyrir gerð þeirra.
Samþykkt samhljóða.
4. Flugklasinn – staða mála í mars.
Lagt fram til kynningar.
5. Erindi frá Mirjam Blekkenhorst.
Mirjam Blekkenhorst hefur sent erindi til umfjöllunar í nefndinni sem hún vill gjarnan að verði vísað áfram til sveitarstjórnar þar sem ályktað verði um efnið. Erindið varðar upplýsingagjöf til Ferðamálastofu vegna útgáfu leyfis til ferðaskrifstofureksturs og flækjustigi umsóknarferils þar sem öðrum rekstri er blandað í ferðaþjónustu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur sveitarstjóra að afla upplýsinga varðandi umkvörtunarefni bréfritara frá Ferðamálastofu.
Samþykkt samhljóða.
6. Önnur mál
a) Skapandi sumarstörf.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin hvetur sveitarstjórn til að halda verkefninu áfram og fá starfsmann til að hrinda því í framkvæmd í samvinnu við Kistuna.
Samþykkt samhljóða
b) Atvinnustefna.
Spurt var um framgang verkefnisins „Atvinnustefna Langanesbyggðar“.
Sveitarstjóri upplýsti að frumdrög stefnunnar yrðu lögð fyrir byggðaráð 30. apríl.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00