Fara í efni

19. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

24.03.2021 00:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

19. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 24 mars 2021. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Almar Marinósson, Guðmundur Björnsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1. Stefnumótun í atvinnumálum – framhald umræðu og yfirlit verkefna

Drög að stefnumótun Langanesbyggðar í atvinnumálum lögð fram að nýju. Einnig lagt fram yfirlit helstu verkefna úr drögum að stefnumótuninni.

2. Samningur um framhald samstarfs við Norðurhjara

Drög breytt drög að samstarfssamningi við Norðurhjara fyrir árið 2021 lögð fram. Einnig lagðir fram minnispunktar frá Almari Marinóssyni frá fundi hans og formanni nefndarinnar og sveitarstjóra 22. mars sl.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með samþykkt samningsins með áorðnum breytingum.

Samþykkt samhljóða.

3. Önnur mál

1. Lagt fram til kynningar yfirlit fyrirlesturs Jóns Þorvaldar Heiðarssonar lektors við HA og Hjalta Jóhannessonar sérfræðings við RHA frá kynningarfundi samgönguráðuneytisins 16. mars sl.

2. Umræður um bifreiðaverkstæði á Þórshöfn.

3. Greint frá leiðsögumannanámskeiði á Þórshöfn og í farfundi um miðjan apríl nk.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:44.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?