Fara í efni

18. fundur atvinnu og nýsköpunarnefnd

03.03.2021 17:00

18. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 3. mars 2021. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Almar Marinósson, Guðmundur Björnsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson sem jafnframt ritaði fundargerð.

Hildur Stefánsdóttir formaður og Halldóra Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Norðurhjara voru í fjarfundarsambandi undir lið 1.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1. Samningur um framhald verkefnisins við Norðurhjara

Hildur Stefánsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir formaður og framkvæmdastjóri Norðurhjara gerðu grein fyrir verkefnum samtakanna fyrir Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til áframhaldandi samstarf við Norðurhjara en leggur áherslu á meira flæði upplýsinga á milli aðila hans. Nefndin leggur einnig áherslu á að fundin verði mælikvarði á árangur af samningnum. Formanni, Almari og sveitarstjóra falið að vinna að drögum að samningi fyrir byggðarráð.

Samþykkt samhljóða.

2. Tillaga að atvinnumálastefnu Langanesbyggðar. Baldvin Valdemarsson gestur fundarins á fjarfundi.

Bókun um afgreiðslu: Formanni, sveitarstjóra og verkefnastjóra SSNE (Baldvin Valdemarssyni) falið að vinna verkefnið áfram og aðgerðaráætlun í framhaldi af því.

Samþykkt samhljóða.

3. Fundur með framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands og hagsmunaaðilum í héraði.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að undirbúna fundinn með framkvæmdastjóra Markaðsstofunnar og hagsmunaaðilum.

Samþykkt samhljóða.

4. Önnur mál

Engin.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:35.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?