16. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar
Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd
16. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 1. október 2024. Fundur var settur kl. 16:00.
Mætt voru: Daníel Hansen, Sigríður Jóhannesdóttir, Hjörtur Harðarson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.
Fundargerð
1. Framkvæmdarsjóður Ferðamannastaða – Minnisblað.
Lagt fram til kynningar.
2. Minnisblað frá fundi með verkefnastjóra Norðurhjara.
Minnisblaðið er frá fundi sem haldinn var með verkefnastjóra Norðurhjara vegna hugsanlegra komu skemmtiferðaskipa til Langanesbyggðar.
Bókun um afgreiðslu: Þeim sem sátu fundinn er falið að vinna verkefnið áfram og kanna enn frekari möguleika á komu skipa, sérstaklega til Þórshafnar (Bakkafjaðrar og Þistilfjarðar). Skoða sérstaklega hvað þarf að bæta til að af því geti orðið.
Samþykkt samhljóða.
3. Uppgjör Ævintýrakortsins.
Búið er að senda kortið í prentun og fá samþykki fyrir að Langanesbyggð greiði mismun. Lagt fram til kynningar.
4. Bílskúrinn Kistunni – minnisblað
Verkefnastjóri Kistunnar leggur fram minnisblað um ástand bílskúrsins að Fjarðarvegi 5 og hugsanlega notkun hans í framtíðinni ásamt kostnaðaráætlun um endurbætur.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að taka tillit til þess við gerð fjárhagsáætlunar 2025 að bílskúrinn liggur undir skemmdum og að einhverju fjármagni verði varið til að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Nýta mætti bílskúrinn til fjölnota starfsemi í framtíðinni.
Samþykkt samhljóða.
5. Framtíðarþróun flutningskerfis Landsnets á Norðurlandi Eystra.
Greining á þörf á uppbyggingu innviða og þróun svæðisbundna flutningskerfis Landsnets á Norðurlandi eystra ásamt tímalínu, stöðunni í dag og þeim sviðsmyndum sem til greina koma við lausnir.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar því að hugað sé að framtíðarþróun á flutningskerfi orku til Langanesbyggðar sem hefur búið við tilfinnanlegt óöryggi í orkumálum undanfarna áratugi. Orkuöryggi skapar tækifæri fyrir samfélagið til framtíðar.
Samþykkt samhljóða
6. Þjóðgarður á Langanesi.
Formaður gerði grein fyrir viðræðum við landeigendur á Langanesi varðandi þjóðgarð.
7. Forgangaverkefni.
Nefndin fer yfir mál sem framundan eru og forgangsraðar. Setja þarf upp þau verkefni sem talin eru brýn í ferðaþjónustu í Langanesbyggð, gera grein fyrir markmiðum, lýsa þeim og færa fyrir þeim rök.
Bókun um afgreiðslu: Starfshópi falið að setja niður á blað þau verkefni sem vilji er til að fara í. Í hópnum verði sveitarstjóri, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og skrifstofustjóri og þeim falið að koma með tillögur um þessi verkefni. Verkefnin gætu snert eftirfarandi staði svo einhverjir séu nefndir: Salernisaðstaða á Langanesi, bílastæði við Font, bílastæði við Karlinn, Stapinn við Bakkafjörð o.fl.
Samþykkt samhljóða
8. Önnur mál.
8.1 Málefni Flugklasans. Staðan, málefni millilandaflugs um Akureyrarflugvöll, erindi Lilju Alfreðsdóttur, framlag fyrirtækja. Drög að tillögu um skipulag Flugklasans eftir fund með sveitarfélögum.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin telur sig ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til málefna Flugklasans á meðan ekki hefur myndast samstaða á meðal sveitarfélaga á NE um framtíð hans.
Samþykkt samhljóða
8.2 Golfvöllur í Langanesbyggð.
Erindi hefur borist til Langanesbyggðar um gerð golfvallar í sveitarfélaginu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin óskar eftir að fá að fylgjast með málinu þegar það kemur til meðferðar í nefndum eða ráðum sveitarfélagsins.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00