Fara í efni

16. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

15.12.2020 17:00

16. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 15. desember 2020. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Jóhannes Ingi Árnason, Heiðrún Óladóttir, Almar Marinósson, Guðmundur Björnsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð 

1.            Friðlýsingarkostir Langaness

Lögð fram samantekt um friðlýsingarkosti á Langanesi.

2.            Markaðs- og kynningarmál í Langanesbyggð

Umræða í framhaldi umræðu undir lið 1. á 15. fundi nefndarinnar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að afgreiðslu verði frestað þar til að umræðu um friðlýsingarkosti lýkur. Sveitarstjóra falið að kynna niðurstöður nefndarinnar fyrir Jóni Trausta.

Samþykkt samhljóða.

3.            Vinnuskýrsla Norðurhjara til Langanesbyggðar fyrir árið 2020

Skýrslan lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með því að samstarf við Norðurhjara verði framhaldið á næsta ári.

Samþykkt samhljóð.

4.            Veitinga- og gististarfsemi á Bakkafirði, vísað til nefndarinnar frá byggðaráði

Þorkell Gíslason, sem hefur verið með samning um uppbyggingu og rekstur gisti- og veitingaþjónustu að Skólagötu 5 og Hafnartanga 4, vill ekki endurnýja samning við sveitarfélagið. Byggðaráð hefur samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum aðilum um reksturinn.

Afgreiðslu frestað.

5.            Norðurstrandarleið – handbók

Handbókin lögð fram til kynningar.

6.            Önnur mál

Fjalla- og gangnakofar. Umræður.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

  

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:35.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?