Fara í efni

14. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

09.04.2024 16:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

14. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 9. apríl 2024. Fundur var settur kl. 16:00.

Mætt voru: Daníel Hansen formaður, Þórir Jónsson, Hjörtur Harðarson, Sigríður Jóhannesdóttir, Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Björn S. Lárusson sveitarstjóri.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 25.03.2024
Fundargerðin lögð fram.

2. Sóknaráætlun Norðurlands eystra, fyrirhuguð endurskoðun.
Til stendur að endurskoða sóknaráætlun Norðurlands sem er í gildi nú fyrir 2020-2024.

Bókun um afgreiðslu: Atvinnu og nýsköpunarnefnd leggur áherslu á eftirfarandi atriði í endurskoðun áætlunarinnar:
a) Tryggja orkuöryggi í Langanesbyggð.
b) Skipulag umhverfismála, sérstaklega hvað varðar sorphirðu, flutning, móttöku og förgun.
c) Atvinnumál; með fjölbreytni að leiðarljósi og að efla ferðaþjónustu og höfnina á Þórshöfn.
d) Samgöngumál, flugsamgöngur við Þórshöfn og styrkingu vegakerfis í samgönguáætlun.
e) Fjarskiptamál; efla ljósleiðarakerfi og byggja upp fjarskiptakerfi á öllum leiðum í landshlutanum.

Samþykkt samhljóða.

     2.1 Aðgerðaráætlun fyrir Sóknaráætlun, fyrirhuguð endurskoðun
Í tengslum við Sóknaráætlun er gerð aðgerðaráætlun sem byggir á henni.

Bókun um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur áherslu á eftirfarandi atriði í aðgerðaráætlun:
a) Að aðgerðaráætlun endurspegli þau markmið sem sett eru fram í Sóknaráætlun.
b) Að sérstaklega verði sett skýr markmið og framkvæmd í aðgerðum er varða hagsmuni landshlutans.

Samþykkt samhljóða.

3. Auknar fjárfestingar í Langanesbyggð, niðurstöður og næstu skref eftir vinnustofu
a. Niðurstöður vinnustofu um auknar fjárfestingar

Verkefni sveitarfélagsins:
*) Iðnaðarmannaklasi
*) Þjóðgarður á Langanesi
*) Húsnæðismál
*) Afþreying fyrir ferðamenn
*) Kortlagning og merking gönguleiða

Fjárfestingaverkefni:
*) Bygging hótels
*) Finnafjörður

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur áherslu á að sveitarfélagið vinni frekar úr niðurstöðum vinnustofunnar hvað varðar þau verkefni sem talin eru upp og eru á ofangreindum lista. Ennfremur að sveitarfélagið leiti frekara samstarfs við fjárfestingaverkefnið „Bygging hótels“. Starfsmaður hefur verið ráðinn til að sinna innviðum og þar með talið Finnafjarðarverkefni.

Samþykkt samhljóða.

b. Niðurstöður úr spurningakönnun um auknar fjárfestingar.
Niðurstöður úr hverri spurningu fyrir sig í vinustofu og hvað varðar auknar fjárfestingar.

Lagt fram til kynningar.

c. Langanesbyggð – samantekt úr vinnustofu og næstu skref í auknum fjárfestingum.
Lýsing á næstu skrefum í niðurstöðum vinnustofu um auknar fjárfestingar og frekari útskýringar á hverju atriði.

Lagt fram til kynningar.

4. Önnur mál
a. Möguleg starfsemi veitingarhúss.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin skorar á sveitarstjórn að gera það sem í hennar valdi stendur til að það verði rekið veitingarhús hér á Þórshöfn í sumar.

Samþykkt samhljóða.

b. Bifreiðaskoðun í heimabyggð.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að Gunnar Már Gunnarsson skoði möguleika á bifreiðaskoðun á Þórshöfn.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?