Fara í efni

14. fundur atvinnu- nýsköpunarnefndar

23.09.2020 17:00

14. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 23. september 2020. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Tryggvi Steinn Sigfússon, Almar Marinósson Þorbjörg Þorfinnsdóttir og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Jón Trausti Sæmundsson markaðsráðgjafi var á fundinum í fjarfundarsambandi undir lið 1.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1.            Markaðs- og kynningarmál í Langanesbyggð

Jón Trausti Sæmundsson markaðsráðgjafi var í fjarfundarsambandi. Lagt var fram minnisblað með tillögu um mótun stefnu í markaðs- og kynningarmálum Langanesbyggðar sem samþykkt var í byggðaráði á 27. fundi þess 10. september 2020.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að óska eftir frá Jóni Trausta nánari útfærslu á framlagðri hugmynd, ávinningi byggðarlagsins og ferðaþjónustuaðila í byggðarlaginu, tímaáætlun og kostnaði fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

2.            Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024

Sóknaráætlunin lögð fram. Formaður gerði grein fyrir fundi sem hún, oddviti og sveitarstjóri áttu með framkvæmdastjóra SSNE fyrr um daginn.

Sóknaráætlunin lögð fram og rædd.

3.            Lagt fram:

                1.     Stöðumat og undirbúningur á stafrænni vegferð sveitarfélaga

                2.    Úttekt á stöðu tæknilegra innviða sveitarfélaga – Samband íslenskra sveitarfélaga

                3.    Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 15. júlí 2020

                4.    Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 8. september 2020

                 5.   Ársskýrsla og ársreikningur Norðurhjara 2019 og samstarfssamningur 2020

4.            Önnur mál

Engin.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:35

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?