Fara í efni

13. fundur atvinnu- nýsköpunarnefndar

26.08.2020 17:00

13. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 26. ágúst 2020. Fundur var settur kl. 17:00.

 Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson (í fjarfundarsambandi), Heiðrún Óladóttir, Guðmundur Björnsson, Almar Marinósson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1.            Staða verkefna á Bakkafirði

Lagt fram yfirlit um stöðu verkefna vegna Betri Bakkafjarðar.

2.            Niðurstöður greiningar á umfangi fiskveiða og vinnslu í Langanesbyggð – drög

Lagt var fram yfirlit um umfang fiskveiða og vinnslu í Langanesbyggð, sem unnin var af Helga Val Gunnarssyni, hagfræðinema. Styrkur fékkst frá Vinnumálastofnun til að vinna verkefnið.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar Helga Val fyrir þessa vinnu og fagnar þessum upplýsingum og lýsir áhuga á að fá þessi mál skoðuð nánar.

Samþykkt samhljóða.

3.            Fuglahús í Langanesbyggð – staða mála

Fyrir liggur styrkur frá Framkvæmdasjóði fermannastaða til byggingar og uppsetningar á fuglaskoðunarhúsi á Langanesi.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að kanna kostnað við smíði og uppsetningu á húsinu. Hún mælir með því að leitað sé til heimamanna um smíði þess og að koma því fyrir.

Samþykkt samhljóða.

4.            Fyrirhugaður fundur með framkvæmdastjóra SSNE miðvikudaginn 16. sept. nk. um atvinnu- og nýsköpun á svæðinu

Eyþór Björnsson framkvæmdastjóri SSNE kemur í heimsókn til Langanesbyggðar 16. sept. nk. Rætt um verkefni sem eru í vinnslu eða SSNE gæti unnið fyrir sveitarfélagið.

5.            Staða SVÓT greiningar á atvinnu- og nýsköpunarfærum í Langanesbyggð

Farið yfir stöðu SVÓT greiningar á atvinnu- og nýsköpunarfærum í Langanesbyggð sem hófst í mars 2019. Samantekt með niðurstöðum greiningarinnar lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Vísað til fundar með framkvæmdastjóri SSNE 16. sept. nk.

Samþykkt samhljóða.

6.            Umsókn um áningarstaði

Hugmyndir um umsóknir frá Atvinnuþróunarfélaginu um áningarstaði lagðar fram. Sveitarstjóra falið að skoða þessar tillögur nánar.

7.            Önnur mál

Bifreiðaskoðun á Þórshöfn. Umræður.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:25.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?