Fara í efni

12. fundur atvinnu- nýsköpunarnefndar

06.05.2020 17:00

12. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 6. maí 2020. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Tryggvi Steinn Sigfússon, Guðmundur Björnsson, Þorbjörg Þorfinnsdóttir og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Fundargerð

1.            Möguleg flutningur starfa af svæðinu og staða verktaka og annarra fyrirtækja

Farið yfir mögulega fækkun starfa hjá Vegagerðinni á Þórshöfn og fleiri opinberum aðilum á svæðinu og stöðu atvinnumála almennt.

Bókun um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd eru sammála um að sveitarfélagið eigi að standa vörð um öll störf og þjónustu í byggðarlaginu. Nefndin vill einnig hvetja Vegagerðina til að tryggja svæðistengd störf í byggðarlaginu.

Þá sé það áhyggjuefni að opinber þjónusta eins og til dæmis að bifreiðaskoðun skuli vera flutt úr byggðarlaginu af „hagkvæmnisástæðum“ fyrir þjónustuaðila, en sú hagræðing er á kostnað íbúa og fyrirtækja. Þetta er sérlega slæmt þar sem í þessu tilfelli er lagaleg skylda fyrir bifreiðaeigendur að láta skoða bifreiðar sínar.

Nefndin vill hvetja verktaka og fyrirtæki með umfangsmikla starfsemi í byggðarlaginu að nýta sér mannauð á svæðinu og kanna möguleika á að koma sér upp starfsstöð, enda sé af því mikið hagræði fyrir alla aðila.

Samþykkt samhljóða.

2.            Markaðsherferð Air Iceland Connect 2020

Erindi frá Air Iceland Connect dags. 27. apríl sl., lagt fram, en það er framsent af starfsmanni Norðurhjara.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar hugmyndum Air Iceland Connect og leggur til að verkefnisstjóri Norðurhjara geri tillögur um áhugaverð verkefni í Langanesbyggð til kynningar í átaki flugfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

3.            Fundargerð 8. fundar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, dags. 29. apríl 2020

Fundagerðin lögð fram.

4.            Fundagerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands 6. og 21. apríl 2020

Fundagerðirnar lagðar fram.

5.            Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands um átak í merkingu gönguleiða

Erindi frá Markaðstofur Norðurlands um átak í merkingu gönguleiða, dags. 15. apríl 2020 lagt fram.

Bókum um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til að sveitarfélagið taki þátt í gönguleiðaverkefni Markaðstofu Norðurlands og að sendar verði inn upplýsingar um gönguleiðir í byggðarlaginu sem merktar verða í sumar.

Samþykkt samhljóða. 

6.            Samantekt Markaðsstofu Norðurlands á helstu tölum um ferðaþjónustu á Norðurlandi

Samantekt Markaðsstofu Norðurlands á helstu tölum um ferðaþjónustu á Norðurlandi, dags. 14. apríl 2020, lögð fram.

7.            Önnur mál

a) Þorsteinn Ægir greindi frá fundi um áhrif Covid-19 á atvinnulíf á Þingeyjarsvæðinu.

b) Tryggvi Steinn ræddi opinbera styrki sem í boði eru vegna Covid-19 smits. Nefndin óskar eftir því þetta mál verði kannað nánar.

c) Nefndin vill hvetja íbúa til að versla, nýta afþreyingu og aðra þjónustu í heimabyggð og með standa vörð um atvinnu á svæðinu. Lagt er til að þessi ályktun verði kynnt á heimasíðu og á samfélagsmiðlum.

d) Formaður vakti athygli á vinnufundi um atvinnumálastefnu Langanesbyggðar sem boðaður hefur verið þriðjudaginn 2. júní nk. Fundurinn verður haldinn í Þórsveri.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?