Fara í efni

11. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

25.03.2020 17:00

11. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 25. mars 2020. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Almar Marinósson, Guðmundur Björnsson, Almar Marinósson (í fjarfundarsambandi) og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Tryggvi Steinn Sigfússon og varamaður hans tilkynntu forföll.

Einnig sátu fundinn undir lið 1 í fjarfundarsambandi þau Ólafur Áki Ragnarsson, Nanna Steina Höskuldsdóttir og Silja Jóhannsdóttir frá SSNE.

Formaður setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna og innti þá eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð. Svo var ekki.

Formaður óskaði eftir nýjum lið á dagskrá, svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn á þingi um slátrun sauðfjár og sölu afurða beint til neytenda þingmál 301.

Samþykkt.

 

 

Fundargerð

 

1.         Atvinnustefna Langanesbyggðar

Fulltrúar SSNE fóru yfir vinnu og gögn um mótun atvinnustefnu sveitarfélagsins í framhaldi SVÓT-greiningar sem fór fram á sl. ári.

Fulltrúar SSNE viku af fundi kl. 17:40.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að nefndarmenn forgangsraði þeim verkefnum sem til greina komi í samræmi við umræður fundarins á sérstökum vinnufundi. Einnig samþykkt að vinnufundur með fulltrúum SSNE verði haldinn í kjölfarið.

Samþykkt samhljóða.

2.         Uppbyggingaráætlun ferðamannastaða

Formaður lagði fram tillögu að forgangsröðun á uppbyggingu ferðamannastaða í sveitarfélaginu, sem er  er unninn upp úr lista um framkvæmdaþörf á áfangastöðum á starfssvæði Norðurhjara.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagðan lista og felur sveitarstjóra að koma honum á framfæri við Markaðsstofu Norðurlands.

Samþykkt samhljóða.

3.         Tillaga um friðun Langaness – undirbúningur umsóknar

Fyrir liggur samþykkt sveitarfélagsins um að láta kanna kosti og galla friðunarmöguleika á hluta Langaness.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að óska eftir því að Þekkingarnet Þingeyinga vinni greinargerð til SSNE vegna umsóknarinnar og kynni fyrir nefndinni.

Samþykkt samhljóða.

4.         Styrktarsjóður EBÍ

Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ) með auglýsingu frá Styrktarsjóði EBÍ dags. 16. mars 2020 lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að sækja um styrk vegna fræðslu- og upplýsingarskilta við útsýnistað á Gunnólfsvíkurfjalli. Einnig samþykkt að óska eftir samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga um vinnslu umsóknar.

Samþykkt samhljóða.

5.         Innsend erindi til kynningar

5a) Fundagerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands (MN), dags. 5. febrúar, 16. og 18. mars 2020 lagðar fram.

Bókun um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Langanesbyggðar tekur undir áhyggjur stjórnar MN um stöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu vegna Corvid-19 veirusmits í landinu. Nefndin beinir þar leiðandi þeim óskum til stjórnvalda að gripið verði aðgerða til að fleyta atvinnugreininni yfir versta hjallann í vor og sumar. Það gæti verið gert t.d. með innspýtingu fjármagns til framkvæmda og til að létta undir rekstri þeirra.

Samþykkt samhljóða.

5b) Umsögn SSNE til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmdasjóð ferðamannastaða, lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur undir áherslur SSNE í umsögn samtakanna. Mikilvægt er að dreifa ferðamönnum sem víðast um landið og telur nefndin Norðausturland sérlega vel í stakk búið til að taka fleiri ferðamönnum, sérstaklega þeim sem vilja njóta íslenskrar náttúru. Því er sérstakt kynningarátak fyrir þennan hluta landsins, sem er í jaðri almennrar ferðamannaumferðar, nauðsynlegt.  Á það er bent að á svæðinu er mikið víðerni og opin svæði mörg og því hentug til útivistar.

Samþykkt samhljóða.

6.         Þingmál 301, svar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um slátrun sauðfjár og sölu afurða beint til neytenda

Svar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Bjarna Jónssonar um fyrirætlanir hans um slátrun sauðfjár og sölu afurða beint til neytenda, þingskjal 531 frá 150. löggjafarþingi lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur ráðherra til leita ítrustu leiða við breytingar á reglum um örsláturhús og auka þannig frelsi sauðfjárbænda til að slátra eigin lömbum og selja afurðir þeirra beint til neytenda eða fyrirtækja. Eins og fram kemur í svari ráðherra getur þetta verið hagkvæm leið til að auka verðmætasköpun og nýsköpun í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum. Ein rökin fyrir þessari leið er sú að hún gæfi bændum tækifæri á að markaðssetja sérstöðu sinna afurða og þar að leiðandi auka verðmæti þeirra og fjölbreytni í framsetningu. Önnur ástæða er að þó verð á innlendu dilkakjöti hér á landi sé með því hæsta sem þekkist í Evrópu, er afurðaverð til bænda með því lægsta. Bæði Norðmenn og Svíar hafa þróað þessa framleiðsluaðferð um árabil og reynst þeim vel. Ljóst er því að starfsemi örsláturhúsa er heimil skv. reglum ESB og EES samningsins og því ástæðulaust að láta innlent regluverk standa í veginum. Nefndin leggur áherslu á að matvælaöryggi verði tryggt og að reglum neytendavernd framfylgt.

Samþykkt samhljóða.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:44.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?