Fara í efni

10. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

21.11.2023 17:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

 

10. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 21. nóvember 2023. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Sigríður Jóhannesdóttir varaformaður, Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir, Hjörtur Harðarson, Þórir Jónsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Sigríður Friðný Halldórsdóttir verkefnastjóri Kistunnar mætti á fundinn undir lið 6 til að gera grein fyrir atvinnumálastefnu

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Aðdráttarafl sveitarfélaga: Verkfærakista. Skýrsla frá Háskólanum á Bifröst
Skýrsla frá Rannsóknarstofnun í byggða- og sveitarstjórnarmálum frá Háskólanum á Bifröst.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

2. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 11.11.2023
Fundargerðin lögð fram.

3. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi.
Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025

Þingsályktunin lögð fram til kynningar.

4. Uppgjör bryggjudaga
Stjórn bryggjudaga sendi skýrslu um framkvæmd bæjarhátíðarinnar, Bryggjudagar 2023.

Lagt fram til kynningar.

5. Drög að þjónustustefnu Langanesbyggðar
Innviðaráðuneytið hefur ákveðið samkvæmt lögum að sveitarfélög skuli móta sér Þjónustustefnu í málefnum íbúa sem skal unnin samhliða fjárhagsáætlun.

Stefnan var lögð fyrir byggðaráð sem óskar athugasemda frá öllum fastanefndum sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

6. Minnisblað verkefnastjóra Kistunnar vegna Atvinnumálastefnu 16.11.2023
Verkefnastjóri Kistunnar hefur sent nefndinni meðfylgjandi gögn vegna atvinnustefnu Langanesbyggðar. Verkefnastjóri mætti á fundinn til viðræðna um stefnuna.

     06.1 SVÓT skýrsla Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. 06.03.2019  
     06.2 Drög að atvinnustefnu Langanesbyggðar 2022
     06.3 Atvinnustefna sveitarfélaga handbók SASS
     06.4 Atvinnumálastefna uppsveita Árnessýslu

Bókun um afgreiðslu: Nefndin telur mikilvægt að vinna atvinnustefnu fyrir Langanesbyggð og felur verkefnastjóra Kistunnar, sveitarstjóra og tilvonandi starfsmann innviða, að móta rammann í kringum stefnuna.

Samþykkt samhljóða.

7. Önnur mál – sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu eftirfarandi mála.

a) + Skapandi sumarstörf – setja á fjárhagsáætlun. Komið
b) + Beituskúrar. Óvissa
c) + Leiga á Skeggjastöðum. Tilboð í leigusamning komið.
d) + Salernismál á Langanesi. Skálar fara á fjárhagsáætlun
e) + Skilti við Rauðanes. Ólokið – spurning um vilja landeigenda.
f) + Upplýsingaskilti við Þórshöfn. Verður sett upp af Vegagerðinni
g) + Báran, framhald? Verður ekki – aðrar lausnir?
h) + Finnafjarðarverkefnið. Verkefnastjóri verður ráðinn
i) + Göngustígur á hafnargarði á Þórshöfn. Umsókn hafnað.
j) + Námskeið í atvinnuþróun og nýsköpun – koma því fljótlega af stað.
k) + Framtíðarsýn í ferðamálum? Nýr verkefnastjóri innviða mun taka á þessu máli.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:04

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?