Fara í efni

10. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

22.01.2020 17:00

10. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 22. janúar 2020. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þórarinn J. Þórisson, Almar Marinósson, Tryggvi Steinn Sigfússon og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna og innti þá eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð. Svo var ekki.

 

Fundargerð

1.         Tillaga um friðun Langaness

Byggðaráð hefur óskað eftir skoðun á möguleikum, kostum og göllum friðunar hluta Langaness. Möguleikar eru á að fá styrki til greiningar á mögulegum ávinningum í héraði af þjónustu sem byggist á nýtingu og umsjón friðlýstra svæða.

Lagt fram til kynningar.

2.         Heiðarvegir og styrkvegasjóður

Erindi frá dreifbýlisráði, vísað til nefndarinnar frá byggðaráði.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með því að dreifbýlisráði verði falið að koma með tillögur að forgangsröðun framkvæmda. Einnig er samþykkt að fá upplýsingar um framkvæmdir vegna ársins 2019 fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

3.         Upplýsinga- og kynningar mál – samstarf við Markaðsstofu Norðurlands og Norðurhjara o.fl.

Fram eru lögð: Lokaskýrsla Grétu Bergrúnar um störf hennar í markaðsmálum fyrir sveitarfélagið, drög að samstarfssamningi við Markaðsstofu Norðurlands ásamt erindi, samstarfsdrög við Norðurhjara, lista með verkefnum, samþykktir samtakanna.

Bókun um afgreiðslu: Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að skrifa undir framlagða samninga við Markaðsstofu Norðurlands og Norðurhjara. Enn fremur er til lagt að formaður nefndarinn og sveitarstjóri vinni nánari að útfærslu markaðs- og kynningarmála í samræmi umræður fundarins.

Samþykkt samhljóða.

4.         Álagning fasteignagjalda á jarðir vegna fjallskilasjóðs

Greinargerðir frá lögfræðingi sveitarfélagsins og Elíasi Péturssyni um fjallskil varðandi gjaldtöku vegna kostnaðar við fjallskil hjá Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til dreifbýlisráðs og fjallskilastjóra til nánari úrvinnslu og umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

5.         Fundagerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands 27. nóvember 2019

Fundargerðin lög fram.

Nefndin samþykkir að þiggja boð Markaðstofunnar um heimsókn fulltrúa Markaðsstofunnar til Langanesbyggðar.

6.         Önnur mál

a)         Umræður um þróun atvinnumála í byggðalaginu.

b)        Sveitarstjóri greindi frá heimsókn fulltrúa Skyora og hugmyndum þeirra að tilraunaskotum frá Langanesbyggð.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:17.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?