Fara í efni

1. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

22.09.2022 16:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

1. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn fimmtudaginn 22. september 2022. Fundur var settur kl. 16:00.

Mætt voru: Daníel Hansen formaður, Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir, Hjörtur Harðarson, Sigríður boðaði forföll og Þórir Jónsson varamaður tók sæti hennar og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Ákvörðun um fundardag og tíma

Bókun um afgreiðslu: Lagt er til að nefndin haldi reglulega fundi á þriðjudögum í nefndarvikum kl. 17:00

Samþykkt samhljóða

2. Erindisbréf nefndarinnar frá sveitarstjórn til samþykktar

Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindisbréf nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

3. Nýsköpunarhús á Þórshöfn – breyting á samningi við Þekkingarnetið
Lagður fram breyttur samningur við Þekkingarnet Þingeyinga. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum sem lagðar eru fram.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir ekki athugasemdir við framkomnar breytingar

Samþykkt samhljóða

4. Áfangastaðaáætlun – kynning á verkefninu ásamt fylgigögnum
Sveitarstjóri gerði grein fyrir áfangastaðaáætlun Norðurlands.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að leita upplýsinga um stöðu þeirra verkefna sem talin eru upp á Topp 5 listanum og áfangastaðaáætlun.

Samþykkt samhljóða.

5. Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða
Umsóknarfrestur um styrk úr sjóðnum rennur út 5. október. Styrkumsóknir unnar í samráði við Gunnar Má Gunnarsson verkefnastjóra á Bakkafirði.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að sótt verði um styrk til sjóðsins um að setja upp salernisaðstöðu við „Stóra karl“.

Samþykkt samhljóða

6. Önnur mál
Nefndin óskar eftir að Gunnar Már Gunnarsson komi á næsta fund nefndarinnar til að gera grein fyrir verkefnum sem unnið er að á Bakkafirði og hugsanleg verkefni í Langanesbyggð sem heild.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?