Fara í efni

1. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

23.01.2019 17:00

1. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 23. janúar 2019. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst, Tryggvi Steinn Sigfússon, Þórarinn J. Þórisson og Ólafur B. Sveinsson. Auk þess sat Jónas Egilsson fundinn og ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og bauð nýja fundarmenn velkomna til starfa.

 

Fundargerð

1.         Verkefni og hlutverk nýrrar nefndar

Lagt var fram: Drög að erindisbréfi nýrrar nefndar, samþykktir sveitarfélagsins.

Formaður lagði til að varaformaður yrði: Tryggvi Steinn Sigfússon.

Samþykkt samhljóða.

Drög að erindisbréfi lögð fram.

Nefndin leggur til að 2. mgr. kafla um um skipan nefndarinnar falli á brott.

Samþykkt samhljóða.

2.         Fundartímar nýrrar nefndar

Samkvæmt samþykkri fundaáætlun sveitarstjórnar, eru nefndafundir ákveðnir mánaðarlega. Ákveðið að hafa fundi nefndarinnar á miðvikudögum. Næsti fundur er  því ákveðinn miðvikudaginn 20. febr. nk. kl. 17:00.

3.         Önnur mál

3.1.Rætt um fyrirhugaðar aðgerðir og framkvæmdir á Bakkafirði.

3.2. Farið yfir aðgerðir sem rætt var um á síðasta fundi fyrri nefndar 2018 um stefnumótun í atvinnumálum í Langanesbyggð. Nefndarmenn sammála að taka málið til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

3.3. Ákveðið að fá fulltrúa Norðurhjara á næsta fund nefndarinnar.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?