Fara í efni

9. fundur byggðaráðs

02.03.2023 12:00

Fundur í byggðaráði

9. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 2. mars 2023. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson formaður, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð. Á fundinn mætti Herdís Eik Gunnarsdóttir til að gera grein fyrir 2. lið.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því næst gengið til dagskrár.

Dagskrá

1. Fundargerð 15. fundar HSAM 13.02.2023
2. Teikning af breytingu á efri hæð Nausts ásamt kostnaðaráætlun
3. Drög að breytingum á reglum um þóknanir sveitarstjórnar og nefnda
4. Uppsögn forstöðumanns íþróttamiðstöðvar ásamt tillögum um breytingar á starfsemi
5. Tillaga að rekstri tjaldsvæðis á Þórshöfn
6. Breyting á lóðarleigu, vatnsgjaldi og fráveitugjaldi
7. Umsögn EFLU og Summu til starfshóps um um málefni vindorku 13.12.2022
8. Tilnefning í Vatnasvæðasnefnd, bréf US frá 1.11.2022
9. Drög að viljayfirlýsingu um frekari undirbúning að Líforkuveri í Eyjafirði.
10. Húsnæðisáætlun endurskoðuð

Fundargerð

 

1. Fundargerð 15. fundar HSAM 13.02.2023
Fundargerðin lögð fram

2. Teikning af breytingu á efri hæð Nausts ásamt kostnaðaráætlun
Komið hefur fram ósk frá forstjóra Nausts um að farið verði í endurbætur á efri hæð hússins áður en farið verður í stækkun á neðri hæð eins og framkvæmdaáætlun gerði ráð fyrir. Teikningar og uppfærður kostnaður lagður fyrir. Forstjóri Nausts kemur á fundinn og gerir grein fyrir þeim óskum sem fram hafa komið.

Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð vísar erindinu til sveitarstjóra og hjúkrunarforstjóra til frekari vinnslu og í framhaldi til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

3. Drög að breytingum á reglum um þóknanir sveitarstjórnar og nefnda
Lögð fram drög að breytingu á þóknunum sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna. Í drögunum er kveðið nánar um það fyrir hvaða fundi er greitt og af hvaða tilefni.

Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð ræddi tillögurnar og felur sveitarstjóra að útfæra þær í samræmi við umræður á fundinum og í framhaldi leggja þær fram.

Samþykkt samhljóða.

4. Uppsögn forstöðumanns íþróttamiðstöðvar ásamt tillögum um breytingar á starfsemi
a) Lagt fram uppsagnarbréf frá forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar sem miðast við 31. maí.
b) Tillaga að auglýsingu eftir forstöðumanni
c) Tillaga að breytingu á skipulagi íþrótta- og tómstundamála
d) Tillaga að skipuriti fyrir íþrótta- og tómstundamál

Bókun um afgreiðslu liður b: Byggðaráð samþykkir að auglýsa eftir forstöðumanni og felur sveitarstjóra að vinna að ráðningunni.

Bókun um afgreiðslu liður c og d: Breytingar á skipulagi íþrótta- og tómstundamála ásamt skipuriti verða unnin í samráði við byggðaráð og þann sem ráðin verður í starfið.

Samþykkt samhljóða.

5. Tillaga að rekstri tjaldsvæðis á Þórshöfn
Tillaga um að auglýsa eftir áhugasömu fólki til að reka tjaldsvæðið á Þórshöfn ásamt yfirliti yfir tekjur og gjöld tjaldsvæðisins.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum sem eru tilbúnir að reka tjaldsvæðið á þeim forsendum sem lagðar eru fram.

Samþykkt samhljóða.

6. Breyting á lóðarleigu, vatnsgjaldi og fráveitugjaldi
Við útreikninga á lóðarleigu, vatnsgjaldi og fráveitugjaldi varð sá misskilningur að hlutfallstala viðkomandi gjalda var hækkuð í samræmi við aðrar hækkanir á gjaldskrá eða um 8,1%. Lóðarleiga fór úr 1,5% í 1,62%, vatnsgjald úr 0,3% í 0,32% og fráveita úr 0,259 í 0,28%.

Bókun um afgreiðslu: Halda þeirri hækkun sem gerð var enda eru gjöldin undir hámarksgjaldi sem leyft er sem er 0,5% og miklar framkvæmdir í vatns- og fráveitumálum framundan. Endanlegri ákvörðun um gjöldin vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

7. Umsögn EFLU og Summu til starfshóps um um málefni vindorku 13.12.2022
Umsögn EFLU og Summu um málefni vinorku í kjölfar samráðsfundar.

Umsögnin lögð fram.

8. Drög að viljayfirlýsingu um frekari undirbúning að Líforkuveri í Eyjafirði.
Lögð fram drög að um að hefja frekari undirbúning að líforkuverki í Eyjafirði.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð tekur vel í erindið.

9. Húsnæðisáætlun endurskoðuð
Endurskoðuð húsnæðisáætlun fyrir Langanesbyggð með háspá, miðspá og lágspá lög fram til kynningar. Áætlunin er til skoðunar hjá HMS.

Lagt fram til kynningar.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:14

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?