Fara í efni

8. fundur byggðaráðs

02.02.2023 12:00

Fundur í byggðaráði

8. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 2. febrúar 2023. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson formaður, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson í gegnum fjarfundarbúnað og Bjarnheiður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð. Á fundinn mætti Heiðrún Ólafadóttir og Gréta Bergrún Jóhannesdóttir frá vinnuhópi um Fjarðarveg 5 og gerði grein fyrir stöðu mála.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því næst gengið til dagskrár.

Dagskrá

1. Fundargerð 5. Teymisfundar Fjarðarvegar 5 frá 4.01.2023
2. Greinargerð um Finnafjarðarverkefnið v fundar með iðnaðarráðherra 19.01.2023
3. Fundargerðir vegna breytinga á stjórnum sem tengjast Finnafjarðarverkefninu
4. Fundargerð hluthafafundar í einkahlutafélaginu Fræ vegna breytinga á stjórn.
5. Viðaukasamningur við samning frá 2019 um framlengingu á nýtingarrétti til 2060
6. Fundargerð framkvæmdastjórnar héraðsnefndar Þingeyinga frá 24.01.2023
7. Boð um þátttöku í grænum skrefum frá SSNE 25.01.2023
8. Lagður fram endurnýjaður samningur við Norðurhjara vegna árana 2023-2025.
9. Lagt fram bréf frá Stefan Eagle Gilkerson (North Atlantic Trade Alliance NATA) varðandi nýtingu Finnafjarðarhafnar og iðnaðarsvæðis tengt því.
10. Greinargerð EFLU vegna gagnasöfnunar Orkustofnunar 

Fundargerð

1. Fundargerð 5 og 6. Teymisfundar Fjarðarvegar 5 frá 4.01.2023 og fundargerð 6. teymisfundar vegna Fjarðarvegar 5 – frá 18.01.2023
Fundargerðin lögð fram og skýrsla Dawid smiðs um verkstöðu.

Bókun um afgreiðslu: Unnið verður út frá því að nafn félagsins verður „Kistan“ og að allur rekstur, tekjur og gjöld, verður öll undir því félagi. Verkáætlanir gera ráð fyrir að áfallinn kostnaður stefni í 15.000.000 kr. sem er samkvæmt áætlun. Einnig er stefnt á að húsnæðið verði tekið í notkun 1. mars og formlegvígsla húsnæðisins 15. mars.

Samþykkt samhljóða

2. Greinargerð um Finnafjarðarverkefnið v fundar með iðnaðarráðherra 19.01.2023
Greinargerðin lögð fram til kynningar.

3. Fundargerðir vegna breytinga á stjórnum sem tengjast Finnafjarðarverkefninu   
     03.01) Fundargerð hluthafafundar í einkahlutafélaginu Finnafjarðarhöfn GP ehf., kt. 530519-0150 – Fundargerðin lögð fram
     03.02) Fundargerð hluthafafundar í einkahlutafélaginu Finnafjörður GP ehf., kt. 530519-0230 – Fundargerðin lögð fram.
     03.03) Fundargerð hluthafafundar í félaginu Finnafjörður slhf., 6606190620 – Fundargerðin lögð fram til undirritunar.
     03.04) Fundargerð hluthafafundar í félaginu Finnafjarðarhöfn slhf., kt. 6606190540 – Fundargerðin lögð fram til undirritunar.

4. Fundargerð hluthafafundar í einkahlutafélaginu Fræ vegna breytinga á stjórn.
Fundargerðin lögð fram til undirritunar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra er falið að skoða eignarstöðu félagsins og koma með tillögu til byggðaráðs um framtíð þess.

Samþykkt samhljóða.

5. Viðaukasamningur við samning frá 2019 um framlengingu á nýtingarrétti til 2060 - Lokaútgáfa
Lagður fram viðaukasamningur á milli Finnafjarðarhafnar GP 530519-0150 (FFPA), Þróunarfélags Finnafjarðar ehf. 550719-0450 (FFPD), Finnafjarðarhafnar slhf. 6606190540 (FF) og bremenports GmbH & Co. KG um framlengingu á einkarétti til kynningar á verkefninu. (Exclusive marketing rights).

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir viðaukasamninginn og leggur til að hann verði þýddur á íslendu og síðan vísað til sveitarstjórnar til endanlegs samþykkis.

Samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð framkvæmdastjórnar héraðsnefndar Þingeyinga frá 24.01.2023
Tillaga um að slíta störfum nefndarinnar.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð tekur undir með oddvitum sveitarfélaganna sem eiga aðild að héraðsnefndinni að störfum nefndarinnar verði slitið á þann hátt sem kemur fram í fundargerð framkvæmdastjórnar. Erindinu er vísað til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

7. Boð um þátttöku í grænum skrefum frá SSNE 25.01.2023
Verkefnið byggir á Grænum skrefum í ríkisrekstri sem Umhverfisstofnun hefur haft umsjón með frá 2014 en aðlöguð að starfi.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar og til sveitarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar eftir álit skipulags- og umhverfisnefndar.

Samþykkt samhljóða.

8. Lagður fram endurnýjaður samningur við Norðurhjara vegna áranna 2023-2025.
Langanesbyggð hefur á undanförnum árum gert samning við Norðurhjara um eflingu ferðaþjónustu í Langanesbyggð samkvæmt meðfylgjandi samningi.

Bókun  um afgreiðslu:  Byggðaráð leggur til að samningurinn verði endurnýjaður. Gert er ráð fyrir endurnýjun hans í fjárhagsáætlun 2023. Samningnum vísað til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

9. Lagt fram bréf frá Stefan Eagle Gilkerson (North Atlantic Trade Alliance NATA) varðandi nýtingu Finnafjarðarhafnar og iðnaðarsvæðis tengt því.
Bréfið er um ferli þróunar um nýtingu hafnarinnar og hugsanlegs iðnaðarsvæðið við hana. Lagt fram til kynningar.

10. Greinargerð EFLU vegna gagnasöfnunar Orkustofnunar 
Lagt fram til kynningar.

     11.01) Tilhögun virkjunarkosts á Brekknaheiði
     11.02) Tilhögun virkjunarkosts á Sauðaneshálsi

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:30

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?