Fara í efni

7. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar

05.01.2023 12:00

Fundur í byggðaráði

7. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 5. janúar 2023. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson formaður, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því næst gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Fundargerð 4. fundar vinnuhóps um landbúnaðarmál.

Liður 1: Samræming gjaldskrár vegna refa- og minkaveiða.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð óskar eftir því að landbúnaðarnefnd ljúki því sem óskað var eftir á 5. fundi sveitarstjórnar um að samræma og yfirfara reglur sameinaðs sveitarfélags.

Samþykkt samhljóða.

Liður 5: Heiðargirðing sveitarfélagsins yfir Sauðbæjarheiði

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra er falið að óska eftir verði í nýja girðingu í samráði við landbúnaðarnefnd og í framhaldi af því gera tillögu að fjármögnun hennar. Í samræmi við 4. lið fundargerðarinnar verði sveitarstjóra einnig falið að taka upp samtal við vegagerðina um veggirðingu meðfram vegi yfir Brekknaheiði.

Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð 5. teymisfundar Fjarðarvegar 5 frá 19.12.2022

02.01 Skýrsla Dawid Smiðs ehf. um verkstöðu

Fundargerðin og skýrslan lögð fram

3. Úthlutun byggðakvóta 2022 – 2023

Matvælaráðuneytið hefur sent út bréf um úthlutun byggðakvóta fyrir árið 2022 – 2023. Kvóti á Bakkafirði eykst um 31 tonn.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til eftirfarandi tillögur að breytingum á almennum skilyrðum sem eru óbreyttar frá fyrra ári nema ekki verði óskað sérregla vegna dagsetningar skráningar í byggðalagi:

Við 1. mgr. 1. gr. bætist nýr stafliður svohljóðandi: Stærð fiskiskips er minni er 300 brúttótonn.

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2021 til 31. ágúst 2022 að frádregnu því aflamarki sem tilkomið er vegna úthlutunar á sértæku aflamarki Byggðastofnunar.

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags á tímabilinu frá 1. september 2022 til 31. ágúst 2023.

Samþykkt samhljóða.

4. Tillaga að breytingu á stjórn neðan greindra félaga ásamt samþykkt um meðferð atkvæðisréttar

04.01 Tilkynning um breytingar á stjórn í félaginu Finnafjarðarhöfn GP ehf. Kt: 530519-0150 og í félaginu Finnafjarðarhöfn slhf. Kt; 660619-0540

04.02 Samþykkt um meðferð atkvæðisréttar

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að Björn S. Lárusson sveitarstjóri taki sæti í stjórn Finnafjarðarhöfn GP ehf. 530519-0150 og Finnafjarðarhöfn slhf. Kt; 660619-0540. Einnig að í samræmi við framangreindar tillögur fari Björn Sigurður Lárusson 070555-2479 með atkvæðisrétt félagsins á næsta hluthafafundi sem boðaður verður svo skjótt sem verða má í því skyni að kjósa nýja stjórn. Tilkynning um breytingar á stjórn verða sendar fyrirtækjaskrá.

Samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:59

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?