Fara í efni

51. fundur byggðaráðs

10.02.2022 12:00

Fundargerð

1. Möguleg friðun Langaness
Davíð Örn Hansson fór yfir ferli vegna mögulegrar friðlýsingar á Langanesi. Lagt var fram minnisblað á fundinum um ferli málsins.
Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt.

2. Fundagerð 10. fundar rekstrarstjórnar Nausts dags 10. maí 2021
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 8. fundar Hverfisráðs Bakkafjarðar dags. 3. febrúar 2021
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerðir nr. 1, 2 og 3 frá vinnuhópi um málefni aðfluttra
Fundargerðirnar lagðar fram.

5. Aukið varaafl á Þórshöfn, ódags. bréf RARIK
Bréfið lagt fram.

6. Öldrunarmál – sveitarstjóri skipaður sem varamaður í ráðgjafanefnd
Sveitarstjóri hefur verið skipaður sem varamaður í ráðgjafanefnd af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir ráðherra og ríkisstjórn um málefni aldraðra. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 4. þ.m. og ósk frá ráðuneytinu dags. 18. janúar sl. lögð fram.

7. Tillaga til Langanesbyggðar um framtíðarfyrirkomulag Bryggjudaga

Erindi frá stjórn bæjarhátíðarinnar Bryggjudaga, dags. 20. september 2020 lagt fram að nýju til upplýsinga. Formaður fór yfir málið.

8. Ver – staða
Sveitarstjóri kynnti stöðuna.

9. Samningur við Íslandspóst vegna dreifingar pósts á Þórshöfn
Lögð voru fram drög að samningi Fjarðarvegar 5 ehf. við Íslandspóst ohf. vegna leigu á húsnæði að Fjarðarvegi 5 og um starfrækslu póstafgreiðslu í húsinu og dreifingu pósts á Þórshöfn. Sveitarstjóri kynnti málið.

Bókun um afgreiðslu:
Málinu vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt.

10. Rekstraryfirlit fyrir árið 2021 A og B hluti – 1. drög til kynningar
Rekstraryfirlit fyrir A og B hluta á árinu 2021 lagt fram til kynningar. Fyrri umræða um ársreikning í sveitarstjórn verður væntanlega 24. mars og síðari 20. apríl nk. og fyrri umræða í byggðaráði 10. mars nk.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:34.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?