Fara í efni

50. fundur byggðaráðs

10.12.2021 12:00

Fundur í byggðaráði

50. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn að á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 föstudaginn 10. desember 2021. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Halldór Rúnar Stefánsson, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.

Hann lagði til að einum lið yrði bætt við dagskrá. Ályktun byggðaráðs um starf fulltrúa sýslumanns á Þórshöfn.

Var það samþykkt og var því næst gengið til dagskrár.

Fundargerð

1) Fundargerð 14. fundar fulltrúaráðs HNÞ 15.11.2021
Fundargerð 14. fundar fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga frá 15. nóvember 2021 lögð fram.

2) Drög að húsnæðisáætlun Langanesbyggðar
Drög að húsnæðisáætlun Langanesbyggðar kynnt. Áætlunin er nú unnin rafrænt og því hægt að gera breytingar á henni með minni fyrirvara en áður.

3) Opnunartímar Vers, erindi frá UMFL
Erindi frá UMFL, dags. 7. desember 2021, vegna opnunartíma sundlaugar lagt fram. Farið er fram á lengingu opnunartíma á virkum dögum og á laugardögum.

Bókun um afgreiðslu: Erindinu vísað til velferðarnefndar til umsagnar.

Samþykkt.

4) Samstarf við Íslandspóst vegna póstþjónustu
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi þann 8. desember sl., með fulltrúum Íslandspóst um mögulegt samstarf um dreifingu pósts á Þórshöfn, póstafgreiðslu og leigu hluta húsnæðis að Fjarðarvegi 5 fyrir póstafgreiðslu á Þórshöfn.

5) Greinargerð Þjónustumiðstöðvar vegna viðgerða á íbúð á Hálsvegi
Lögð fram til kynningar greinargerð vegna skemmda og nauðsynlegra viðgerða á íbúðum sveitarfélagsins að Hálsvegi 9 en aðallega að Hálsvegi 11.

6) Viljayfirlýsing um mögulega björgunarmiðstöð á Þórshöfn
Lögð fram drög að viljayfirlýsing um rekstur og byggingu björgunarmiðstöðvar á Þórshöfn. Aðilar eru: Slökkvilið Langanesbyggðar, Neyðarlínan ohf., Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Björgunarsveitin Hafliði. Markmið með viljayfirlýsingunni er að ná fram hámarks samhæfingu og samvinnu auk hagræðingar í starfsemi þeirra sem að yfirlýsingunni standa. Aðilar eru sammála um að láta vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu sem felur í sér þau atriði sem nánar er vikið að í útfærslu þessa verkefnis hér á eftir með langtímahagsmuni í huga.

Bókun um afgreiðslu: Viljayfirlýsingunni er vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt.

7) Samantekt vegna ungmennaþings SSNE
Samantekt vegna ungmennaþings SSNE 2021 lögð fram. Þátttakendur frá Langanesbyggð voru Henrý Karl Hlynsson og Karolina Sara Tarasiewicz. Byggðaráð þakkar þeim fyrir framlag þeirra fyrir hönd Langanesbyggðar. Umsjónarmaður Langanesbyggðar er Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sveitarfélagsins.

8) Starfsmannamál
Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum á starfmannahaldi skrifstofu. Jóhann Hafberg er að minnka starfshlutfall sitt í um 25% og Bjarnheiður Jónsdóttir tekur til starfa sem nýr starfsmaður í næstu viku. Hún verður í um 70% starfshlutfalli fyrst um sinna a.m.k. Þá liggur fyrir ósk skólastjóra grunnskólans um minnkað starfshlutfall í kennslu.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að skoða kostnaðaráhrif breytinga á kennsluskyldu skólastjóra.

Samþykkt samhljóða.

9) Stofnum einkahlutafélags um rekstur Fjarðarvegar 5
Lögð fram eftirfarandi gögn um stofnun einkahlutafélag um rekstur húseignarinnar að Fjarðarvegi 5 á Þórshöfn: Drög að samþykktum og stofnsamþykkt einkahlutafélags.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð mælir með stofnun einkahlutafélags um rekstur Fjarðarvegar 5 og stofnsamþykktir nýs félags og vísar málinu sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt.

10) Samþykkt um breytingar á samþykktum um stjórn Langanesbyggðar
Lögð fram tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Langanesbyggðar nr. 10/2019 með síðari breytingum.

Bókun um afgreiðslu: Tillögunni er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt.

11) Framkvæmdir við Ver 2021

Lögð fram tillaga um framkvæmdir við íþróttamiðstöðina Ver á næsta ári, ásamt fylgigögnum.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að viðgerðir á þaki Vers skuli hafnar á árinu 2022. Undirbúningur framkvæmda skal hefjast hið fyrsta. Miða skal við að viðgerðir á þaki verði boðnar út í einu lagi skv. minnisblaði 08 og leið A, sbr. verklýsingar dags. í okt. 2021.

Samþykkt.

12) Ályktun um starf fulltrúa sýslumanns á Þórshöfn
Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu að ályktun:

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð hvetur dómsmálaráðherra og fjárlaganefnd eindregið til að samþykkja reglugerð og tryggja fjárveitingu fyrir starfsstöð sýslumanns á Norðurlandi eystra á Þórshöfn.
Auk þess sem starfsmaðurinn hefur sinnt fjölmörgum nytsömum verkefnum fyrir sýslumannsembætti í landinu, hefur staðsetning reynst íbúum í Langanesbyggð og nágrenni mjög mikilvæg. Það er um 320 km akstur, fram og til baka til Húsavíkur á næstu skrifstofu sýslumanns, með tilheyrandi kostnaði og tíma fyrir íbúa á svæðinu til að sinna mörgum og fjölbreytilegum en nauðsynlegum verkefnum. Störf á Þórshöfn falla vel að fyrirætlunum sem koma fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um störf úti á landi.

Samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:40

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?