Fara í efni

49. fundur byggðaráðs

25.11.2021 12:00

Fundur í byggðaráði

49. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn að á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 fimmtudaginn 25. nóvember 2021. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson (fór kl. 15 og inn kom Sigríður Friðný Halldórsdóttir), Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Undir lið 8 mætti Jóhann Hafberg Jónasson rekstrarstjóri.

Undir lið 9 mættu eftirtaldir: Jón Rúnar Jónsson frá Þjónustumiðstöð, Karítas Ó. Agnarsdóttir og Herdís E. Gunnarsdóttir frá Nausti, Þórarinn J. Þórisson frá Slökkviliði, Hilma Steinarsdóttir (í fjarfundarsambandi) frá Grunnskólanum á Þórshöfn, Halldóra Friðbergsdóttir frá Leikskólanum, Eyþór Atli Jónsson frá íþróttamiðstöðinni Veri og Sigurbjörn V. Friðgeirsson verkefnisstjóri HSAM í Langanesbyggð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og var því næst gengið til dagskrár.

Fundargerð

1) Fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar, dags. 1. nóvember 2021
Fundargerðin lögð fram.

2) Fundagerðir HSAM vinnuhóps Langanesbyggðar, dags. 4. og 18. nóvember 2021
Fundargerðirnar lagðar fram.

3) Samfélagssáttmáli – lokaútgáfa
Drög að Samfélagssáttmála, milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og ríkisins vegna byggðar við Bakkaflóa, dags. 21. október 2021, lögð fram. Drögin hafa farið í til umræðu og afgreiðslu innan Byggðastofnunar og kynnt að nýju fyrir hverfisráði.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísar samfélagssáttmálanum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt.

4) Þjónustusamningur milli Langanesbyggðar og SSNE varðandi Áfangastofu Norðurlands
Þjónustusamningur milli Langanesbyggðar og SSNE varðandi Áfangastofu Norðurlands lagður fram. Með samningnum fylgir einnig samningur um stofnun Áfangastofu Norðurlands milli Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, SSNE, SSNV og Ferðamálastofu um rekstur áfangastofunnar. Einnig fylgir með Þjónustusamningur milli SSNE og Markaðstofu Norðurlands um samstarf vegna fyrrgreindra samninga.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að vísa málinu til atvinnu- og nýsköpunarnefndar til umsagnar.

Samþykkt.

5) Samningur um skólaakstur við Ævar Marinósson
Samningur um skólaakstur við Ævar Marinósson vegna aksturs úr Tunguseli að Þórshöfn lagður fram.

6) Stígamót, beiðni um framlag, dags. 3. nóvember 2021
Beiðni um framlag vegna starfsemi Stígamóta lögð fram.

7) Skýrsla um starfsemi North East Travel ehf. á Bakkafirði og beiðni um styrk vegna Bakkafest 2022
Skýrsla um starfsemi North East Travel ehf. á Bakkafirði og beiðni um rekstrarstyrk ásamt beiðni um styrk vegna Bakkafest 2022. Lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísar báðum erindum ásamt skýrslu til umsagnar verkefnisstjórnar „Betri Bakkafjarðar“.

Samþykkt.

8) Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023 – 2025
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun til áranna 2023 til 2025 lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Drögum að fjárhagsáætlun er vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt.

9) Viðtöl við deildarstjóra – áætlaður tími frá kl. 13 – 15, sjá áætlun
Eftir taldir deildarstjórar komu á fund byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir næsta ár: Jón Rúnar Jónsson frá Þjónustumiðstöð, Karítas Ó. Agnarsdóttir og Herdís E. Gunnarsdóttir frá Nausti, Þórarinn J. Þórisson frá Slökkviliði, Hilma Steinarsdóttir (í fjarfundarsambandi) frá Grunnskólanum á Þórshöfn, Halldóra Friðbergsdóttir frá Leikskólanum, Eyþór Atli Jónsson frá íþróttamiðstöðinni Veri og Sigurbjörn V. Friðgeirsson verkefnisstjóri HSAM í Langanesbyggð.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?