48. fundur byggðaráðs
Fundur í byggðaráði
48. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, aukafundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins á Þórshöfn, miðvikudaginn 10. desember. Fundur var settur kl. 16:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð, svo var ekki og var fundur settur.
Ingimar Guðmundsson verkefnastjóri hjá KPMG gerði grein fyrir breytingum á fjárhagsáætlun og fjárfestingum 2026 – 2035.
Fundargerð
1. Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029.
01.1 Yfirlit samantekið – A og B hluti 10 ára tímabil.
01.2 Yfirlit samantekið – A hluti 10 ára tímabil
01.3 Fjárfestingar 2026-2035
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð hefur farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 sem hafa tekið nokkrum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að áætlanirnar verði samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 16:45.