Fara í efni

46. fundur byggðaráðs, aukafundur

28.11.2025 12:00

Fundur í byggðaráði

46. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, aukafundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins á Þórshöfn, föstudaginn 28. nóvember 2025. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð, svo var ekki og var fundur settur.

Fundargerð

1. Fundargerð 85. fundar Samt. sveitarf. á köldum svæðum frá 24.09.2025
Fundargerðin lögð fram.

2. Bréf til Skipulagsstofnunar – þróun vindorkukosta í Langanesbyggð
     02.1 wpd Ísland – upplýsingaskjal um þróun orkukosta.
Bréf sveitarstjórnar til Skipulagsstofnunar vegna þróun vindorku í Langanesbyggð. Inntak bréfsins er að uppbygging vindorku í sveitarfélaginu samræmist að öllu leyti gildandi stefnumótun í atvinnu og orkumálum og verkefnið þróað í góðu samráði við sveitarfélagið.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að senda meðfylgjandi bréf til Skipulagsstofnunar vegna þróunar vindorku í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

3. Gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2026  
     03.1 Sþ. um gatnagerðarg., fráveiti, byggingaleyfi, skipulagsv., vatnsveitu, afgreiðslu- og þjónustugjöld.
     03.2 Álagningarákvæði fasteignagjalda.
     03.3 Gjaldskrá fyrir slökkvilið Langanesbyggðar
     03.4 Gjaldskrá tónlistar- grun og leikskóla
     03.5 Gjaldskrá fyrir geymslusvæði
     03.6 Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Langanesbyggð
     03.7 Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald
     03.8 Gjaldskrá fyrir tjaldsvæði á Þórshöfn
     03.9 Verðskrá VERS
     03.10 Gjaldskrá fyrir Langaneshafnir
     03.11 Gjaldskrá fyrir umsýslugjald utan skilgreindra geymslusvæða.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir meðfylgjandi gjaldskrár með áorðnum breytingum og vísar þeim til sveitarstjórnar til endanlegs samþykkis.

Samþykkt samhljóða.

4. Tillaga um ráðstöfun vegna halla á rekstri Nausts samkvæmt útkomuspá 2025 og fjárhagsáætlun 2026.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir tillöguna og vísar henni til síðari umræðum um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 11. desember nk. Nákvæmir útreikningar varðandi árið 2025 munu liggja fyrir við gerð ársreiknings vorið 2026. Sveitarstjóra falið að vekja athygli þingmanna og fjárlaganefnd Alþingis á hallarekstri hjúkrunarheimilisins.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 12:55.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?