Fara í efni

46. fundur byggðaráðs

30.09.2021 12:00

Fundur í byggðaráði

46. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn að á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3 fimmtudaginn 30. september 2021. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson, formaður, Árni Bragi Njálsson, Siggeir Stefánsson og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.

Fundargerð

1. Fundargerð 10. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar
Fundargerðin lögð fram

2. Fundargerð 11. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar
Fundargerðin lögð fram

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna málin áfram í samráði við hverfisráð Bakkafjarðar.

Samþykkt.

3. Verksamningur við Íslenska gámafélagið, skv. ákv. 130. fundar sveitarstjórnar
Drög að verksamningi við Íslenska gámafélagið lagður fram ásamt tilboðsskrá. Málinu vísað til byggðaráðs til afgreiðslu á 130. fundi sveitarstjórnar.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirritun fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt.

4. Beitningarhöllin, minnispunktar frá fundi 14. september 2021
Minnispunktarnir lagði fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð staðfestir skipan vinnuhópsins og fagnar þeim hugmyndunum sem fram koma í minnispunktum hópsins. Í vinnuhópnum eru; formaður velferðarnefndar, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Auður Lóa Guðnadóttir. Skrifstofustjóri verði tengiliður hópsins. Byggðaráð felur hópnum að vinna málið áfram

Samþykkt.

5. Leigusamningar vegna Langanesvegar 2
Leigusamningar vegna Langanesvegar 2, við Verkalýðsfélag Þórshafnar, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins og Kristínu Heimisdóttur lagði fram.

6. Húsfélagssamþykktir vegna Langanesvegar 2
Drög að húsfélagssamþykktum fyrir Langanesveg 2 lögð fram, en skv. fjöleignarhúsalögum ber að hafa húsfélag.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir samþykktirnar fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að boða til fundar með öðrum eiganda hússins.

Samþykkt.

7. Samningur um skólaakstur við Víkursker
Samningurinn lagður fram.

8. Fundargerð FFPA, dags. 17. september 2021
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerðir FFPD, dags. 16. júní 2021 og 20. september 2021
Fundargerðirnar lagðar fram.

10. Hugsanlegt samstarf um uppbyggingu vindmyllugarða
Lagt fram að nýju minnisblað frá Eflu og Summu, dags. 1. sept. 2021, vegna beislun vindorku. Einnig er lagt fram minnisblað lögmanns Langanesbyggðar, dags. 14. sept. 2021 um sama mál.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að kynna málið fyrir landeigendum með bréfi til fulltrúa eigenda hverrar jarðar og í kjölfarið efna til íbúafundar um fyrirhugaðar hugmyndir um vindmyllugarða í Langanesbyggð með Eflu og Summu. Í kjölfarið mun svo sveitarstjórn fjalla um málið.

Samþykkt.

11. Stofnun einkahlutafélags um rekstur líforkuvers
Lagt fram erindi frá SSNE, dags. 15. september 2021, vegna framlags vegna hagkvæmni athugar á stofnun einkahlutafélags um líforkuver.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir kr. 198.000 framlag til þessa verkefnis en telur ekki tímabært á þessu stigi að stofna sérstakt fyrirtæki um verkefnið. Byggðaráð vekur jafnframt athygli á að orka sem fæst við brennsla sorps gæti nýst til húshitunnar á „köldum“ svæðum. Því hvetur byggðaráð SSNE að taka til sérstakrar skoðunar staðsetningu á líforkuveri þar sem orkan gæti nýst sem best til að jafna lífskjör á svæðinu.

Samþykkt.

12. Samþykktir og stofnun samtaka minni sveitarfélaga
Lögð fram drög að stofnsamþykktum Samtaka minni sveitarfélaga, en Langanesbyggð hefur tekið þátt í óformlegu samstarfi nokkurra minni sveitarfélaga vegna umræðu um hækkun íbúalágmarks sveitarfélaga.

Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:20.

 

 

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?