45. fundur byggðaráðs
Fundur í byggðaráði
45. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins á Þórshöfn, fimmtudaginn 20. nóvember 2025. Fundur var settur kl. 11:00.
Mætt voru: Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir varaoddviti, Júlíus Sigurbjartsson, Gunnlaugur Steinarsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Varaoddviti spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð, svo var ekki og var fundur settur.
Fundargerð
1. Fundargerð 17. fundar hafnarnefndar frá 17.11.2025.
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 91 frá 19.08.2025.
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum nr. 84 frá 27.08.2025.
Fundargerðin lögð fram.
4. Tilkynning um ágóðahlut í Brunabótafélaginu.
Eignarhaldsfélag Bruabótafélagsins greiðir kr. 80.000 til Langanesbyggðar.
Bréf lagt fram.
5. Beiðni frá lögreglustjóra NE um styrk fyrir Bjarmahlíð.
Farið er fram á styrk frá sveitarfélögum á NE eftir íbúafjölda. Frá Langanesbyggð er farið fram á kr. 400 þúsund.
Bókunum afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir styrkinn.
Samþykkt samhljóða.
6. Fundargerðir verk- og rýnifunda vegna leikskóla.
06.1 – 06.6 Verkfundir.
Fundargerðir lagðar fram.
7. Fundargerðir íbúafundar og vinnufunda um grunnskóla.
07.1 – 07.3 Vinnufundir.
Fundargerðir lagðar fram.
8. Gjaldskrár fyrir árið 2026 Drög.
Drög að gjaldskrám fyrir Langanesbyggð 2026.
Lagðar fram til kynningar.
08.1 Sþ. um Gatnagerðargj., fráveitu, byggingaleyfisgj. og skipulagsvinnu.
08.2 Álagningarákvæði faseignagjalda.
08.3 Gjaldskrá slökkviliðs.
08.4 Gjaldskrá tónlistar-, grunn- og leikskóla.
08.5 Gjaldskrá fyrir geymslusvæði.
08.6 Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs.
08.7 Gjaldskrá fyrir hunda og kattahald.
08.8 Gjaldskrá tjaldsvæðis á Þórshöfn.
08.9 Verðskrá Vers.
08.10 Gjaldskrá Langaneshafna.
08.11 Gjaldskrá fyrir umsýslugjald utan geymslusvæða.
Bókun um afgreiðslu: Skrifstofustjóra falið að skoða gjaldskrá Vers með forstöðumanni íþróttamiðstöðvar. Að öðru leiti er gjaldskrám vísað til næsta fundar byggðaráðs 28. nóvember til endanlegrar yfirferðar og í framhaldi til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
9. Áætlun um fjárfestingar og viðhald. Önnur drög með breytingum.
Við upphaflega áætlun hafa bæst við 6 milljónir í viðhald og 4,5 milljónir í fjárfestingar.
Bókum um afgreiðslu: Áætluninni vísað í heild til afgreiðslu fjárhagsáætlunar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
10. Erindi til Innviðaráðuneytisins. Beiðni um stuðning og aðkomu að vaxtaplani fyrir Norðausturhornið.
SSNE hefur gert drög að erindi til innviðaráðuneytisins um stuðning og aðkomu að vaxtaplani fyrir Norðurausturhornið. Um er að ræða viðameira verkefni en innviðafulltrúi hefur sinn hingað til fyrir Langanesbyggð og verkefnið fært út þannig að það nái frá Öxarfirði til Vopnafjarðar. Málið var upphaflega reifað af verkefnastjóra innviða í Langanesbyggð og oddvita á fundi með Innviðaráðherra í október á Egilsstöðum.
Erindið lagt fram.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11:38.