Fara í efni

44. fundur byggðaráðs

30.10.2025 12:00

Fundur í byggðaráði

44. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins á Þórshöfn, fimmtudaginn 30. okótber 2025. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Björn S.Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð, svo var ekki og var fundur settur.
Oddviti óskaði afbrigða frá dagskrá og taka 5. lið á dagskrá fundarins.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð

1. Fundargerð 8. fundar ungmennaráðs frá 21.10.2025.
     01.1 Bókanir frá fundi ungmennaráðs.

Liður 6: Í bókun sinni bendir ungmennaráð á mikilvægi lýsingar innanbæjar og að hún sé í lagi. Einni er óskað eftir því að sett verði lýsing á göngustíg frá kirkju að tjaldsvæði og frá tjaldsvæði að Miðholti.

Bókun um afgreiðslu: Varðandi kaup nefnda og ráða vísast til reglna um þóknun kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Langanesbyggðar. Byggðaráð mælir með yfirferð samþykkta sveitarfélagsins á fundi í janúar 2026.

Samþykkt samhljóða.

Liður 9 og 6: Byggðaráð vísar erindunum til fjárhagsáætlunar 2026

Samþykkt samhljóða.

2. Þátttaka með framlagi sveitarfélagsins til Fjölskylduþjónustu NE.
Unnið hefur verið að stofnun „Fjölskylduþjónustu Norðurlands eystra“ sem felur í sér mótun, framkvæmd og mat á fjölskyldumiðaðri þjónustu sem veitt er til viðbótar við núverandi úrræði í velferðar- og skólakerfum með sérstökum áherslum sem taldar eru upp í markmiðum verkefnisins.
Sótt var um 90 milljóna króna styrk til stofnunar Fjölskylduþjónustunnar. Verkefnið fékk styrk að upphæð 70 milljónir króna.
Leitað er til sveitarfélaga um framlag til árlegs reksturs.
Samkvæmt því er farið fram á framlag sveitarfélaga eftir Íbúafjölda og er hlutur Langanesbyggðar árlega 1,75% mv. 560 íbúa eða kr. 293.000.- Verkefnið er hugsað sem 24 mánaða tilraunaverkefni 2026-2027.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og framlag sveitarfélagsins til þess.

Samþykkt Samhljóða.

3. Tillaga um hækkun gjaldskrár og útsvarsprósentu fyrir árið 2026
Lagt er til að gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir rekstrarárið 2026 hækki um 5,5% með vísan til hækkana á vísitölu neysluverðs, byggingavísitölu og launavísitölu.

Lagt er til að útsvarsprósenta fyrir árið 2026 verði 14,97%

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir tillöguna og mælir með því við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

4. Bréf frá Bakkasystrum þar sem farið er fram á styrk vega Grásleppunnar 2026. Upphæðin sem farið er fram á er kr. 1.500.000.-
Áætlaður kostnaður við hátíðina er kr. 2.500.000.- Farið er fram á sömu upphæð í styrk og fyrir árið 2025

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar framtakinu og samþykkir að styrkja Bakkasystur um umbeðna upphæð fyrir árið 2026.

Samþykkt samhljóða.

5. Ósk um niðurfellingu eða lækkun á gatnagerðargjaldi.
Ísfélag hefur farið fram á niðurfellingu eða lækkun gatnagerðargjalds á starfsmannahúsi á grundvelli 6. gr. laga 153/2006 um gatnagerðargjöld.
Ef dregnir eru frá þeir fermetrar sem rifnir voru 77,8m2 lækkar gjaldið úr 8.322.909.- í 7.537.444.-

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að ræða frekar við Ísfélag um gatnagerðargjald af viðkomandi byggingu. Rétt er að frá innheimtu gjaldi átti að draga frá fermetra þess húss sem rifið var.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 13:00.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?