Fara í efni

43. fundur byggðaráðs

09.10.2025 12:00

Fundur í byggðaráði

43. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins á Þórshöfn, fimmtudaginn 9. okótber 2025. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson og Björn S.Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð, svo var ekki og var fundur settur.

Fundargerð

1. Fundargerð 15. Fundar hafnarnefndar frá 25.09.2025.  
     01.01) Bókun hafnarnefndar vegna 10. liðar fundargerðar hafnarnefndar.
Hafnarnefnd vekur athygli á að syðsti hluti Beitingahallarinnar er nýttur án endurgjalds. Nefndin óskar eftir því við byggðráð hvort húsnæðið hafi verið leigt undir einhvers konar starfsemi og ef ekki að leitað verði skýringa á því.

Bókun um afgreiðslu: Hafi einhver áhuga á að leigja þá aðstöðu sem er í húsinu og er eign sveitarfélagsins þá er sveitarfélagið tilbúið til viðræðna um það. Eðlilegt er að ef syðsti hússins er í notkun að greidd verði fyrir það húsaleiga.

Samþykkt samhljóða.

2. Atvinnustefna Langanesbyggðar 2025-2030 ásamt aðgerðaráætlun.
     02.01 Atvinnustefna – drög að kostnaði.
Lög fram atvinnustefna 2025-2030 ásamt aðgerðaráætlun og drögum að kostnaði. Atvinnustefnan hefur verið send öllum nefndum en ekki hafa allar skilað áliti. Þegar allar nefndir hafa skilað áliti verður stefnan lögð fyrir sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

3. Erindi frá lögreglustjóra á NE varðandi drónaverkefni
     03.01 Greinargerð vegna drónaverkefnis.
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur óskað eftir fjárframlögum frá Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Langanesbyggð, Norðurþingi og Þineyjarsveit til kaupa á 6 drónum og óskar eftir fjárframlagi að upphæð 2,5 m.kr. frá hverju sveitarfélagi og hugsanlegum kostnaði ef koma þarf rafmagni og netsambandi að staðsetningu ef staðarval er utan fasteigna sem lögreglan hefur yfir að ráða.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð tekur jákvætt í frumkvæðið að auknu eftirliti lögreglu með aðstoð dróna og er tilbúið að leggja fram aðstöðu og aðstoð eftir því sem við á en er ekki tilbúið að styrkja verkefnið með fjárframlögum.

Samþykkt samhljóða.

4. Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins á Norðurlandi.
     04.01 Skipting kostnaðar vegna húsaleigu Kvennaathvarfsins.
Kvennaathvarfið fer fram á styrk að upphæð 73.447.- vegna húsaleigu athvarfsins á Akureyri.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir styrk til Kvennaathvarfsins vegna húsaleigu að upphæð kr. 73.447.- Óskað er eftir að reikningur verði sendur fyrir upphæðinni.

Samþykkt samhljóða.

5. Ársskýrsla Stígamóta 2024
     05.01 Bréf til sveitarfélaga um styrk til Stígamóta 2026
Ársskýrsla Stígamóta lögð fram. Einnig er farið fram á fjárstuðning vegna starfseminnar. Engin upphæð er tilgreind.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að styrkja starfsemi Stígamóta með kr. 100.000.- fyrir árið 2026. Óskað er eftir að sendur verði reikningur fyrir upphæðinni.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 12:35.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?