Fara í efni

42. fundur byggðaráðs

07.08.2025 12:00

Fundur í byggðaráði

42. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins á Þórshöfn, fimmtudaginn 7. ágúst 2025. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð, svo var ekki og var fundur settur.

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum nr. 82 frá 02.07.2025.
Fundargerðin lögð fram.

2. Yfirlýsing stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 07.07.2025.
Yfirlýsingin lögð fram.

3. Aðalfundargerð „Greiðrar leiðar“ frá 25.06.2025.
Aðalfundargerðin lögð fram.

4. Beiðni um fjárstyrk frá áfangaheimilinu fyrir konur „Lítil Þúfa“.
     04.1 Þúfan áfangaheimili fyrir konur.
     04.2 Ársreikningur áfangaheimilisins.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarfélagið mun ekki styrkja starfsemina þetta árið.

Samþykkt samhljóða.

5. Hallarekstur á félagsþjónustu Norðurþings.
Norðurþing hefur sent reikning vegna hallareksturs á félagsþjónustu sem Norðurþing sinnir fyrir Langanesbyggð. Upphæðin er kr. 11.690.664.- Á síðasta ári, þegar bakreikningur vegna hallareksturs barst var farið fram á yfirlit yfir reksturinn og áætlun þegar hún lægi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Ekkert yfirlit eða áætlun hefur borist til Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarfélagið Langanesbyggð ítrekar fyrri ósk sína um að fá að fylgjast betur með þróun útgjalda í málaflokknum. Óskað er eftir að fá tölur um hlut Langanesbyggðar þegar fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2026 liggur fyrir og eins fljótt og verða má yfirlit yfir frávik frá fjárhagsáætlun 2026 ef um það er að ræða.

Samþykkt samhljóða.

6. Leigusamningur vegna leigu á Langanesvegi 25 til skólahalds.
Lagður fram leigusamningur á milli Langanesbyggðar sem leigutaka og D.P. Smiður sem leigusala. Húsnæðið er ætlað til skólahalds frá ágúst 2025 til júní 2027.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir samninginn með þeirri breytingu að 4. mgr. 8 gr. orðist svo: Leigutaki skilar húsinu í sama ástandi og hann tók við því.

Samþykkt samhljóða.

7. Sala á Lækjarvegi 3.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur skrifstofustjóra að semja við fasteignasala að sjá um sölu hússins með tilliti til hvenær húsið sé laust til afhendingar og upplýsa byggðaráð um stöðu mála í lok nóvember.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 12:34.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?