Fara í efni

41. fundur byggðaráðs

10.07.2025 12:00

Fundur í byggðaráði

41. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins á Þórshöfn, fimmtudaginn 10. júlí 2025. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð, svo var ekki og var fundur settur.

Fundargerð

1. Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir 2024.
Ársreikningurinn lagður fram

2. Fundargerð 90. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 19.06.2025
Fundargerðin lögð fram

3. Ársreikningur Héraðsnefndar Þingeyinga fyrir 2024
Ársreikningurinn lagður fram

4. Skipan í starfshóp fyrir Loftslagsstefnu NE
SSNE leggur til að sveitafélögin vinni sameiginlega að loftslagsstefnu sem verði sett strax fram. SSNE óskar eftir að sveitarfélagið staðfesti vilja sinn til að taka þátt í mótun loftslagsstefnu Norðurlands eystra og skipi fulltrúa í samstafshóp.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð lýsir því yfir f.h. sveitarfélagsins að það vili taka þátt í mótun loftslagsstefnu Norðurlands eystra. Þá samþykkir byggðaráð að Almar Marinósson umhverfisfulltrúi Langanesbyggðar taki sæti í samstarfshóp um loftlagsstefnu.

Samþykkt samhljóða.

5. Innviðauppbygging NA 01.07.2025
Tillaga að stofnun hagsmunafélags um innviðauppbyggingu á Norðausturhorninu.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarfélagið er ekki beinn aðili að þessum hagsmunasamtökum en fagnar stofnun þeirra.

Samþykkt samhljóða

6. Umsóknarbeiðni um tækifærisleyfi frá Geir ehf.
Tækifærisleyfi vegna viðburðar 18. júlí 2025.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarfélagið gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

Samþykkt samhljóða.

7. Prókúra vegna Langaneshafna.
Beiðni sveitarstjóra, sem jafnframt er hafnarstjóri um prókúru fyrir Langaneshafnir.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að sveitarstjóri sem jafnframt er hafnarstjóri fari með prókúru Langaneshafna.

Samþykkt samhljóða.

8. Minnisblað Faglausnar M03 um myglu í Grunnskóla Þórshafnar 25.06.2025
     08.1 Samantekt sýna og svæða.
     08.2 Minnisblað sveitarstjóra vegna myglu í grunnskólanum.
Í ljós hefur komið að mygla í grunnskólanum er mun umfangsmeiri en fyrstu rannsóknir bentu til. Þær upplýsingar breyta að töluverðu leyti þeirri stöðu sem komin er upp og þeim kostum sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir.

Bókun um afgreiðslu: Málið kynnt og rætt frekar. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og upplýsinga. Ljóst er að skólastarf verður með talsvert breyttum hætti næstu 2 ár. Ýmsir möguleikar eru í stöðunni sem kannaðir verða frekar. Sveitarstjóra falið að undirbúa vinnufund með sveitarstjórn og velferðar- og fræðslunefnd um leið og nákvæmari upplýsingar liggja fyrir og fund í sveitarstjórn eftir atvikum.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 13:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?