Fara í efni

40. fundur byggðaráðs

26.06.2025 12:00

Fundur í byggðaráði

40. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins á Þórshöfn, fimmtudaginn 26. júní 2025. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð, svo var ekki og var fundur settur.

Forsvarsmenn Six Rivers sátu undir 1 .lið fundarins og gerðu grein fyrir erindi sínu.

Fundargerð

1. Erindi frá forsvarsmönnum Six Rivers.
Forsvarsmenn Six Rivers ræddu málefni laxveiðiáa í sveitarfélaginu.

2. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 980 frá 27.05.2025
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 981 frá 13.06.2025
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 982 frá 16.06.2025
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð stjórnar SSNE nr. 74 frá 4.06.2025
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 42. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 02.06.2025
Fundargerðin lögð fram.

Oddviti vék af fundi.

7. Fundargerð 27. fundar velferðar- og fræðslunefndar frá 02.06.2025
Fundargerðin lögð fram.

Bókun vegna 12. liðar: Byggðaráð tekur vel undir hugmyndir nefndarinnar og felur sveitarstjóra og verkefnastjóra Kistunnar að útfæra verkefnið nánar.

Samþykkt samhljóða.

8. Fundargerð 7. fundar menningarsjóðs Langanesbyggðar frá 22.05.2025
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 242. fundar HNE frá 11.06.2025
Fundargerðin lögð fram.

10. Ársskýrsla HSÞ fyrir árið 2024
     10.1 Samþykkir frá ársþingi HSÞ 2024.
Lögð fram ársskýrsla HSÞ fyrir árið 2024 ásamt þeim samþykktum sem gerðar voru á þinginu. Árskýrsla ásamt samþykktum lögð fram.

11. Auglýsing um staðfestingu á samningi milli Langanesbyggðar, Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar um almenna félagslega þjónustu og um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Félags- og húnsæðisráðuneytið hefur birt auglýsing um staðfestingu á ofangreindum samningi.

Langt fram til kynningar.

12. Niðurstöður starfshóps um úttekt á fasteignasköttum.
Starfshópur sem skipaður var til að gera úttekt á álagningu fasteignaskatta hefur skilað úttektinni til félags- og húnæðisráðuneytisins.
Langt fram til kynningar.

13. Skipulag skógræktar – leiðbeiningar um val á landi til skógræktar.
Stjórn „Vina íslenskrar náttúru“ hefur sent bréf til Langanesbyggðar með leiðbeiningum um val á landi til skógræktar.

Lagt fram til kynningar.

14. Umsagnarbeiðni um gistileyfi í veiðihúsi við Miðfjarðará.
Butler slf hefur lagt fram beiðni um gistileyfi til sýslumanna á NE. Óskað er umsagnar sveitarfélagsins við beiðninni.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarfélagið gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

Samþykkt samhljóða.

15. Umsókn um tækifærisleyfi vegna bryggjudaga ásamt dagskrá bryggjudaga.
Lögð fram beiðni frá stjórn bryggjudaga umtækifærisleyfi vegna hátíðarinnar.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna bryggjudaga á Þórshöfn.

Samþykkt samhljóða.

16. Umsókn um hljóðfæranám við Tónlistaskólann á Akureyri.
Erindi hefur borist frá Tónlistaskóla Akureyrar vegna umsóknar nemanda frá Þórshöfn sem hyggst stunda nám við skólann. Farið er fram á að sveitarfélagið greiði námskostnað nemandans. Kostnaður nemur samtals 3.141.294.-. Framlag Jöfnunarsjóðs vegna slíks náms nemur allt að 50% af námskostnaði.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

17. Beiðni um styrk vegna 100 ára afmælis Laugaskóla.
     17.1 Kynningarskjal vegna styrkbeiðnar.
Framhaldsskólinn á Laugum hefur farið fram á styrk til gerðar heimildarmyndar um skólann í tilefni af 100 ára afmælis hans. Farið er fram á 1 milljón króna.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð sér ekki fært að verða við beiðninni að sinni.

Samþykkt samhljóða.

18. Umsókn um geymslu á gámi utan skilgreindra geymslusvæða.
Dominik og Mikolaj Potrykus fara fram á að setja niður 40 feta gám að Sunnuvegi 12 vegna byggingaframkvæmda.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð heimilar geymslu á 40 feta gámi á lóðinni Sunnuvegur 12 til 1 árs. Greitt er fyrir leyfið samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

19. Erindi frá Jóni Fannari Jónssyni vegna nýtingu á hesthúsi.
Jón Fannar Jónsson fer fram á að nýta hesthús sem er utan skipulagðs hesthúsasvæðis þar til það verður fjarlægt. Hesthúsið er í eigu Ívars Jónssonar og Alfreðs Ólafssonar.

Bókun um afgreiðslu: Málið er ekki tilbúið til afgreiðslu og sveitastjóra falið að ræða betur við Jón Fannar.

Samþykkt samhljóða.

20. Bréf til sveitarfélaga um samkomulag ríkis og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda.
     20.1 Samkomulag ríkis og sveitarf. vegna barna með fjölþættan vanda.
Lagt fram til kynningar.

21. Samantekt gagna vegna umsagnar um frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld. Uppfært í kjölfar álits meirihluta atvinnuvega nefndar.
Lagt fram til kynningar.

22. Trúnaðarmál – starfsmannamál.
Fært í trúnaðarbók byggðaráðs.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 14:10.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?