Fara í efni

4. fundur byggðaráðs

20.10.2022 12:00

Fundur í byggðaráði

4. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 20. október 2022. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson formaður, Júlíus Sigurbjartsson, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Auk þeirra deildarstjórar frá öllum deildum Langanesbyggðar.
Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því næst gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands ásamt skógræktartillögu frá 129. fundi sveitarstjórnar 19.08.2021 – frá sveitarstjórn
Lögð fram ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands þar sem skorað er á sveitarstjórnir að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu.

Einnig lög fram „Tillaga fyrir áætlaða skógrækt („yndisskóg og útvistarsvæði“) frá 129. fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar 19.08.2021.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til að byrjað verði á skjólbeltum 8 – 13 samkvæmt áætluninni að teknum tilliti til skipulags Suðurbæjar sem er í vinnslu. Sveitarstjóri hafi samráð við Skógræktarfélag Þórshafnar um verkefnið ásamt öðrum verkefnum.

Samþykkt samhljóða

2. Bréf frá bændum á Hallgisstöðum varðandi uppsögn á leigusamningi
Ábúendur fara fram á að fá ábúð til 1. ágúst 2023.

Bókun um afgreiðslu: Að ráði RML á Þórshöfn er sveitarstjóra í samráði við stjórn Jarðasjóðs falið að hafa samband við Maríu Svanþrúði Jónsdóttur hjá RML á Húsavík sem verður innan handar um að finna nýja ábúendur.

Samþykkt samhljóða

3. Samantekt rekstrar fyrstu 8 mánuði með og án hlutdeildar Svalbarðshrepps.
Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu 8 mánuði.

4. Deildarstjórar mæta á fund til að gera grein fyrir rekstri fyrstu 8 mánuði og óskum um fjárfestingar og/eða viðhaldsframkvæmdir á árinu 2023. Gert er ráð fyrir um það bil 20 mín á hvern deildarstjóra.

Deildarstjórar mættu í þessari röð:

Kl. 12:30 Jón Rúnar Jónsson (situr allan fundinn)
Kl. 12:50 Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir
Kl,. 13:10 Þórarinn J. Þórisson
Kl. 13:30 Hilma Steinarsdóttir
Kl. 13:50 Rósa Jóhannesdóttir og Herdís Eik Gunnarsdóttir
Kl. 14:10 Eyþór Atli Jónsson

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?