Fara í efni

39. fundargerð byggðarráðs

29.04.2021 12:00

Fundur í byggðaráði

39. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, halddinn að á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3 fimmtudaginn 29. apríl 2021. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.

Fundargerð

1. Skipulags- og byggingarfulltrúi – staða mála

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um stöðu gagnvart kröfu Norðurþings vegna óinnheimtra gjalda vegna starfa skipulags og byggingarfulltrúa og vegna samtals við sveitarstjóra Vopnafjarðar um mögulegt samstarf um að ráðningu sameiginlegs skipulags- og byggingarfulltrúa.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að leita að samningi við Norðurþing á þeim nótum sem lagt er til í minnisblaðinu vegna kostnaðar fyrri ára. Enn fremur er sveitarstjóra falið að gera tillögur um framtíðar fyrirkomulag á starfsemi skipulags- og byggingarfulltrúa til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða.

2. Óskir um rými fyrir skrifstofu

Lagt fram minnisblað um óskir um rými fyrir skrifstofuaðstöðu í húsnæði sveitarfélagsins að Langanesvegi 2.

Bókun um um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að ræða við umsækjendur um húsnæði í húsnæði sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 um möguleika á að koma starfsemi þeirra fyrir í lausu rými sveitarfélagsins. Þetta er lagt til í ljósi þess að mikilvægt er að starfsemi umsækjenda verði áfram í byggðarlaginu. Sveitarstjóra falið að kanna aðra möguleika á húsnæði fyrir ýmiskonar starfsemi í sinni víðustu merkingu t.d. að Fjarðarvegi 5.

Samþykkt samhljóða.

3. Rekstraryfirlit fyrstu tveggja mánaða ársins

Rekstraryfirlit deilda lögð fyrir fyrstu tvo mánuði ársins lögð fram.

Jóhann Hafberg Jónasson rekstrarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4. Ársreikningur 2020

Ársreikningur 2020 lagður fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að krafa A-hluta sveitarsjóðs, að upphæð 46,6 m.k.r vegna hallareksturs Nausts á undangengnum árum verði felld niður í ársreikningi 2020, þar sem ljóst er að hún muni ekki innheimtast. Sveitarstjóra er jafnframt falið að vekja athygli hlutaðeigandi ráðherra og þingmanna kjördæmisins á rekstrarafkomu Nausts.

Vegna fjárhagsstöðu Nausts samþykkir Byggðarráð að óska eftir úttekt utanaðkomandi aðila á rekstri Nausts og koma með tillögur til úrbóta. Viðkomandi vinni með forráðamönnum Nausts að þessari úttekt.

Með þessum breytingum vísar byggðaráð ársreikningi sveitarfélagsins til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

5. Aðstaða fyrir hjólabrettaæfingar

Lagt fram bréf nokkurra ungmenna í Langanesbyggð með ósk um að komið verði upp aðstöðu fyrir hjólabrettaæfingar.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar áhuga bréfritara á umbótum í áhugamálum þeirra en vísar málinu til velferðar- og fræðslunefndar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

6. Fundargerðir 6. og 7. verkfunda vegna dýpkunar Þórshafnar

Fundargerðirnar lagðar fram. Einnig lagt fram yfirlit um greiðslustöðu á verkinu. Verkinu lauk í lok mars.

7. Fundargerð 1. fundar vegna lagfæringa við Hafnargarð á Bakkafirði

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð MNÞ, dags. 24. mars 2021

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð samrekstrarnefndar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, dags. 20. apríl sl.

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 1. fundar viðræðunefndar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps

Fundargerðin lögð fram.

11. Samkomulag um rekstur gistiheimilis, verslunar, matsölu og tjaldsvæðis á Bakkafirði

Samkomulag við Þóri Örn Jónsson um rekstur gistiheimilis, matsölu og tjaldssvæðis á Bakkafirði lagt fram.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:10

 

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?