Fara í efni

38. fundur byggðaráðs

30.04.2025 12:00

Fundur í byggðaráði

38. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins á Bakkafirði, miðvikudaginn 30. apríl 2025. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð, svo var ekki og var fundur settur.

Fundargerð


1. Ársreikningur Langanesbyggðar 2024
     01.1 Ársreikningur Langanesbyggðar 2024
     01.2 Samstæða, málaflokkar og deildir 2024
     01.3 Lykiltölur A hluti 2018-2024 (2025 áætlun)
     01.4 Lykiltölur A og B hluti 2018-2024 (2025 áætlun).
     01.5 Bókun vegna halla á rekstri Nausts.
Lagður fram ársreikningur Langanesbyggðar fyrir árið 2024 ásamt samstæðureikningi og skiptingu á milli deilda. Einnig fylgir yfirlit yfir helstu lykiltölur A og B sjóðs.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísar ársreikningi og samstæðureikningi til sveitarstjórnar til fyrstu umræðu sem fer fram 2. maí. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að kr. 42.302.379.- halli á rekstri Nausts verði greiddur úr aðalsjóði.

Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð stjórnar Samt. sjávarútvegssveitarfélaga nr. 85 frá 19.03.2025
Fundargerðin lögð fram

3. Fundargerð stjórnar Samt. sjávarútvegssveitarfélaga nr. 86 frá 28.03.2025
Fundargerðin lögð fram

4. Fundargerð stjórnar Samt. sjávarútvegssveitarfélaga nr. 87 frá 01.04.2025
Fundargerðin lögð fram

5. Fundargerð stjórnar Samt. sveitarf. á köldum svæðum nr. 80 frá 12.03.2025
Fundargerðin lögð fram

6. Stækkun Nausts, kostnaðaráætlun og teikningar.
    06.1 Grunnmynd og afstaða.
    06.2 Viðbygging útlit.
    06.3 Byggingalýsing.
    06.4 Tillaga með lyftu (3 áfangi).
    06.5 Heildarkostnaður eftir skiptingu áfanga.
     06.6 Teikning af Nausti við upphaf framkvæmda.

Lagðar fram teikningar og byggingalýsing fyrir 2 og 3 áfanga Nausts ásamt kostnaðaryfirliti hvers áfanga fyrir sig og framlagi Framkvæmdasjóðs aldraðra. Lögð verður fram umsókn um byggingaleyfi 2 áfanga til skipulags- og umhverfisnefndar á fundi nefndarinnar 6. maí.
Lagt fram til kynningar

7. Tillaga um frestun á uppgjöri vegna leigu og hluta greiðslu rafmagns vegna Þórsvers til októberloka 2025.
     07.1 Samningur um leigu á Þórsveri.
Eftir viðræður við leigutaka Þórsvers leggur sveitarstjóri til, að þrátt fyrir ákvæði 2. gr. og 8. gr. samnings á milli Lyngholts ehf. og Langanesbyggðar sem undirritaður var 1. maí 2024, að greiðslum vegna leigu (2.gr.) og hluta leigutaka í kostnaði við rafmagn (8.gr.) verði frestað þar til endanlega liggur fyrir heildarkostnaður og uppgjör vegna fjárfestinga leigutaka í húsnæðinu. Gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör á milli leigutaka og leigusala fari fram fyrir október 2025.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir tillögu sveitarstjóra um frestun uppgjörs vegna leigu og hluta rafmagns til loka október 2025 í samræmi við samninginn.

Samþykkt samhljóða.

8. Frumdrög að skýrslu um atvinnumál.
     01.1 Tímalína atvinnustefnu.
Sigríður Friðný verkefnastjóri Kistunnar gerði grein fyrir efni frumdraga atvinnustefnu Langanesbyggðar.

9. Svanhildur Arnmundsdóttir, samfélagsfulltrúi á Bakkafirði kynnti sig og sína sýn á verkefnið.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 13:30

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?