Fara í efni

35 fundur byggðaráðs

04.03.2021 12:00

35. reglulegur fundur, byggðaráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 4. mars 2021. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri, sem einnig ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.

Fundargerð

1. Fundargerð 18. fundar verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar, dags. 9. febrúar 2021

Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð 6. fundar dreifbýlisráðs, dags. 26. janúar 2021

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 6. verkfundar vegna dýpkunar Þórshafnarhafnar, dags. 23. febrúar 2021.

Fundargerðin lögð fram.

Einnig lagt fram kostnaðaryfirlit vegna framkvæmda vegna dýpkunar í Þórshafnarhöfn.

4. Samantekt og sundurliðun söfnunar vegna Nausts frá 2020Yfirlit fjársöfnunar vegna Nausts frá því 2020

Yfirlit fjársöfnunar lagt fram, ásamt yfirliti um ráðstöfun söfnunarfjárins. Alls söfnuðust um 2,7 m.kr. sem hafa verið nýttar til kaupa á tækjum og búnað fyrir vistmenn á Nausti.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð þakkar öflugan stuðning íbúa, samtaka og fyrirtækja við átak Nausts á tímum Covid.

Samþykkt samhljóða.

5. Ráðning rekstrarstjóra hjá Langanesbyggð

Staða rekstrarstjóra var auglýst í febrúar sl., þar sem ráðið hafði verið í stöðuna tímabundið í fyrra. Ein umsókn barst frá Jóhanni Hafberg Jóhannssyni og hefur verið gengið frá ráðningu hans í stöðuna.

6. Leiguíbúðir í Miðholti 9-19

Skv. framlögðu minnisblaði rennur leigusamningur Langanesbyggðar við eigendur íbúðanna út í lok september nk.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að kanna möguleika sveitarfélagsins og þörf þess á að hafa leiguíbúðir til staðar. Einnig er honum falið að kanna aðra möguleika á nýbyggingum leiguíbúða á vegum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

7. Rekstur gistingar, verslunar og tjaldsvæðis á Bakkafirði

Lagt fram minnisblað ásamt tillögu vegna breyttrar stöðu í málinu.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að skoða áfram möguleika á að leigja út reksturinn og jafnvel auglýsa á ný, ef þörf krefur. Byggðaráð telur ekki möguleika á beinum greiðslum með rekstri gistiheimilisins.

Samþykkt samhljóða.

8. Stefna Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur gegn Langanesbyggð

Lögð fram stefna frá Sverri Sigurjónssyni hdl. f.h. Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur, dags. 12. febrúar 2021, vegna meintra van goldinna launa og yfirvinnu. Sveitarfélagið hefur fjögurra vikna frest til að taka afstöðu í málinu.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að gera tillögu um afstöðu sveitarfélagsins, í samráði við lögmann þess og kynna sveitarstjórn eða byggðaráði áður en frestur til fyrirtöku málsins rennur út.

Samþykk samhljóða.

9. Ósk um kaup á 50% hlut Langanesbyggðar í jörðinni Nýibær

Lögð fram beiðni frá Sindra Rafni Sindrasyni um kaup á hlut sveitarfélagsins í jörðinni Nýabæ. Sveitarfélagið á 50% hlut í jörðinni á móti 24 öðrum eigendum.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð getur ekki orðið við þessu tilboði að svo stöddu. Ekki liggja fyrir hugmyndir söluverðmæti jarðarinnar. Enn fremur telur byggðaráð rétt að skoða stöðu málsins með hliðsjón af þróun verkefnisins Betri Bakkafjarðar og annarra hugmynda um atvinnuskapandi starfsemi á svæðinu.

Samþykkt samhljóða.

10. Endurnýjun lagna í Langanesvegi og áætlun um frárennslismál

Lagt fram minnisblað frá Birni Sveinssyni verkfræðingi hjá Verkís ehf. vegna frárennslismála í Langanesbyggð, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Langanesveg í sumar og heildaráætlunar sveitarfélagsins í frárennslismálum.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að vinna áfram að heildaráætlun í frárennslismálum sem taki mið af reglum umhverfisráðuneytisins. Enn fremur er honum falið að ræða við Vegagerðina um hlut hennar í framkvæmdum við Langanesveg ef af malbikunarframkvæmdum verður í sumar.

Samþykkt samhljóða.

11. Rekstraryfirlit Langanesbyggðar A og B hluti fyrir 2020 – lagt fram

Jóhann Hafberg Jónasson rekstrarstjóri sat fundinn undir þessu lið.

Óendurskoðað rekstraryfirlit Langanesbyggðar A og B hluta fyrir árið 2020 lagt fram. Skv. því var reksturinn í jafnvægi á sl. ári, um 16 m.kr. í jákvæða afkomu og lítil frávik frá áætlun.

Fyrri umræða um ársreikning Langanesbyggðar verður 15. apríl og síðari umræða 12. maí nk.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:20

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?