30. fundur byggðaráðs
Fundur í byggðaráði
30. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 5. september 2024. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerð
1. Samtal við ungmennaráð og starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar.
Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð og starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar lýstu yfir að þau vildu fá gömlu félagsmiðstöðina aftur sem er á 2. hæð íþróttahússins. Sveitarstjóra falið að ræða við skólastjóra, bókasafnsvörð, formann velferðar- og fræðslunefndar og forstöðumann íþróttahússins um mögulega lausn á færslu bókasafnsins.
Samþykkt samhljóða.
2. Bréf vegna fjallskila og álagning þeirra á jarðirnar Sveinungsvík l og ll og Kollavík 17.08.2024.
Bréf frá bændum í Sveinungsvík l og ll og Kollavík þar sem óskað er eftir niðurfellingu álagningar fjallskila til Þistilfjarðardeildar.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð heimilar að bæirnir Sveinungsvík og Kollavík verði undanþegnir sameiginlegum fjallskilum frá og með árinu 2025 þar sem fjallskil ársins 2024 hafa nú þegar verið álögð. Niðurfellingin er þó bundin þeim skilyrðum að viðkomandi bæir sjái þá um alla smalamennsku norðan Norðausturvegar 85 að Borgum.
Samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð starfshóps vegna Stjórnsýsluúttektar 22.08.2024
03.1 Drög að samningi við „Strategíu“ vegna úttektar í Langanesbyggð. 24.07.2024
03.2 Verkefnistillaga vegna Stjórnsýsluúttektar.
03.3 Stjórnsýsluskoðun punktar.
Starfshópur sem skipaður var til að vinna ásamt viðkomandi fyrirtæki að Stjórnsýsluúttekt hefur farið yfir þau tilboð sem bárust og mælir með að gengið verði til samninga við fyrirtækið „Strategía“.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð heimilar sveitarstjóra að undirrita saminginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
4. Drög að samningi um kaup á Bakkavegi 7
04.1 Heimild til lántöku vegna Bakkavegar 7
04.2 Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
Á 34. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað: Sveitarstjóra falið að ganga frá kaupum nýs húss við Bakkaveg 7 í samræmi við meðfylgjandi greinagerð og leggja samninga fram í byggðaráði til staðfestingar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að undirbúa það að Lækjarvegur 3 verði tilbúinn til sölu og afhendingar síðla árs 2026.
Fyrirliggjandi er samningur við eiganda Bakkavegar 7 ásamt ósk um heimild til lántöku og viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna kaupanna.
Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
5. Tillaga að skipulagi íþrótta og tómstundamála ásamt skýringum og greinargerð.
Lögð fram tillaga að nýju skipulagi íþrótta- og tómstundamála ásamt greinargerð.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir framlagt skipulag með áorðnum breytingum.
Samþykkt samhljóða.
6. Lækkun á gjaldskrám er varða barnafjölskyldur – fyrir og eftir leiðréttingu.
Skrifstofustjóri leggur fram útreikninga með dæmi um mismun vegna tillögu ríkisstjórnarinnar og Sambands Ísl. sveitarfélaga um lækkun á gjaldskrám 2024 er varða barnafjölskyldur.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur skrifstofustjóra að gera tillögu að gjaldskrábreytingu sem mundi gilda frá 1. september og leggja fyrir sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
7. Framkvæmdir vegna Þórsvers og breytingar fyrir veitingastað.
06.1 Samningur um leigu á Þórsveri við Gistiheimilið Lyngholt.
Greinargerð um þær framkvæmdir sem leigutaki hefur látið framkvæmda frá því að samningurinn tók gildi 1. maí s.l. og þær framkvæmdir sem ætlunin er að leggja út í.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð heimilar eftirfarandi framkvæmdir:
Lið 1; hækkun á gólfi í sal. Hlutur sveitarfélagsins er nýtt gólfefni sem lagt verður á salinn.
Lið 2; Nauðsynlegar múrviðgerðir að utan á kostnað sveitarfélagsins.
Lið 3; Pallur við húsið framan vert (á kostnað leigutaka)
Óskað er eftir heildarkostnaði við verkið sem fellur á sveitarfélagið vegna þessara framkvæmda og hugsanlega skiptingu þess kostnaðar á árin 2024 og 2025.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 13:05.