Fara í efni

26. fundur byggðaráðs

13.08.2020 12:00

26. fundur, byggðaráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 13. ágúst  2020. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Árni Bragi Njálsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Jóhann Hafberg Jónasson sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1.            Fundagerð 22 fundar skipulags og umhverfisnefndar, dags. 23. júlí 2020

Fundargerðin staðfest.

2.            Fundagerð 8. Fundar rekstrarnefnd Nausts, dags. 11. ágúst 2020

a.            Liður 1, Umsókn um starf hjúkrunarforstjóra Nausts

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð staðfestir tillögu rekstrarstjórnar og felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi við Karitas Ósk Agnarsdóttur skv. ákvæðum kjarasamninga við hjúkrunarforstjóra hjúkrunarheimila. Einnig er sveitarstjóra heimilað að greiða flutningsstyrk skv. samkomulagi við Karitas.

Samþykkt.

Fundargerðin staðfest.

3.            Fundargerð stjórnarfundar Þróunarfélags Finnafjarðar ehf. (FFPD), dags. 15. júní 2020

Fundargerðin lögð fram.

4.            Fræ ehf. drög að ársreikningi 2019

Drög að ársreikningi Fræs ehf. fyrir árið 2019 lögð fram.

5.            Afsögn varamanns úr velferðar- og fræðslunefnd og varamanns barnverndarnefndar Þingeyinga

Vegna flutnings lögheimilis úr sveitarfélaginu óskar Sólrún Arney Siggeirsdóttir eftir lausn frá störfum sem varamaður í velferðar- og fræðslunefnd og sem varamaður í barnaverndarnefnd Þingeyinga.

Bókun um afgreiðslu: Kosningu nýs varamanns í velferðar- og fræðslunefnd og sem varamaður í barnaverndarnefnd Þingeyinga er vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt.

6.            Samningur vegna skólaaksturs

Samkomulag við Hafliða Jónsson, dags. 6. ágúst 2020, um skólaakstur milli Bakkafjarðar og Þórshafnar frá og með skólaárið 2020-2021 til og með 2022-2023 lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð staðfestir samninginn.

Samþykkt.

7.            Sex mánaða yfirlit rekstrar A og B hluta og deilda

Sex mánaða yfirlit rekstrar A og B hluta og deilda lagt fram.

8.            Mat ástandi á húsnæðis fyrir slökkviliðsbifreið á Bakkafirði

Lögð fram samantekt á ástandi húsnæðis að Miðvangi 9 Bakkafirði, sem nýtt hefur verið undir áhöld og búnað Þjónustumiðstöðvar og sem bílskúr við slökkvibifreið Slökkviliðs Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2021.

Samþykkt.

9.            Veiðifélag Hafralónsár og Kverkárdeild

Lagður fram samningur Veiðideildar Kverkár (kt. 460208-0840) við Veiðiklúbbinn Streng um leigu veiðiréttinda Kverkár í Þistilfirði, dags. 26. mars 2017. Samning lýkur, án uppsagnar í lok veiðitímabils árið 2022.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að óska eftir því við Veiðideild Kverkár að deildin verði sameinuð Veiðifélagi Hafralónsár og að hið nýja félag yfirtaki leigusamning dags. 26. mars 2017. Enn fremur er sveitarstjóra falið að óska eftir fundi eigenda í Veiðideild Kverkár.

Samþykkt.

10.          Möguleikar á fjarvarmaveitu fyrir Þórshöfn

Lögð fram samantekt frá Faglausn um möguleika á fjarvarmaveitu eða varmadæluvæðingu á Þórshöfn, dags. 12. ágúst 2020.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um kostnað við gerð áætlunar um fjarvarmaveitu eða varmadæluvæðingu ásamt því að stilla upp tillögu að áætlun framkvæmda.

Samþykkt.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:25.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?